Saga - 2015, Blaðsíða 101
Þjóðminningar mótast þannig á margvíslegum vettvangi en hér
skal fyrst vikið að skólakerfinu og þó einkum kennslubókum.
Þjóðminning í skólum
vitund um sögu og minningu hópa verður til á margs konar vett-
vangi: í tungumálinu sem talað er, í samverustundum fjölskyldu og
vina, í fjölmiðlum og listum, á hátíðisdögum og á söfnum. Skóla -
kerfið er einn slíkur vettvangur og innan þess eru notaðar kennslu-
bækur í sögu sem sérstaklega er ætlað að sinna þessu hlutverki.
„Það er náið bandalag milli þjóðríkisins og kennslu bókar innar í
sögu“, skrifar þýski minningarfræðingurinn Aleida Assmann og kall -
ar sögukennslubókina „verkfæri þjóðminningar“.1 Þetta er að vísu
ekki átakalaust bandalag. Sögukennsla, einkum eins og hún birtist í
námskrám og kennslubókum — bandalagið milli þjóðríkisins og
sögukennslubókarinnar — hefur valdið deilum víða um lönd,
jafnvel svo að kennt hefur verið við „sögustríð“. Niðurstaða banda-
rískra rannsókna, sem einnig má kalla að eigi við hér á landi, er sú
að jafnan brotni á því sama þegar tekist er á um sögukennslu í skól-
unum, þjóðernismálunum og sameiginlegu minningunni, einkum
spurningum um uppruna þjóða og þjóðríkja og samfelldan þráð í
sögu þeirra.2 Svipaða ályktun má draga af hinu íslenska „sögu-
kennsluskammdegi“ sem voru deilur um hlut sögunnar í samsettu
námsgreininni samfélagsfræði veturinn 1983–1984.3
Sögukennslubókin er þó ekki einungis fulltrúi þjóðminningar
heldur einnig afrakstur sagnfræðirannsókna og að því leyti sem
þessi hlutverk eru ólík getur kennslubókin togað í ólíkar áttir.
kennslubækur eru undirorpnar ytra eftirliti og sjálfsritskoðun sem
tekur mið af því sem er gjaldgengt og viðurkennt í samfélaginu eða
a.m.k. hugmyndum höfundanna og „eftirlitsmannanna“ um það
sem tilhlýðilegt er. Í kennslubókunum birtist því viðurkennd þekk-
minning sem félagslegt fyrirbæri 99
1 „There is a close alliance between the nation-state and the history textbook …
history textbooks are the vehicles of national memory …“ Aleida Assmann,
„Transformations between History and Memory“, Social Re search 75:1 (2008), bls.
64.
2 Gary B. Nash, Charlotte Crabtree og Ross Dunn, History On Trial. Culture Wars
and the Teaching of the Past (New york: Alfred A. knopf 1998), bls. 128.
3 Sögukennsluskammdegið. Rimman um sögukennslu og samfélagsfræði 1983–1984.
Ritstj. Loftur Guttormsson. Heimildarit í íslenskri uppeldis- og skólasögu 3
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2013).