Saga - 2015, Page 103
getur nemandi … gert grein fyrir einkennum og stöðu Íslands í
heim inum í ljósi legu og sögu landsins, breytilegrar menningar,
trúar og lífsviðhorfa.“9
Spurningin er hvar sagnfræðin tekur við af minningunum og í
hverju sú umbreyting felst. Að mínu áliti eru mörkin fljótandi og
áhrif verða í báðar áttir. Halbwachs og Nora, tveir frumkvöðlar
minningarfræða, álitu að vísu að sameiginleg minning og saga/
sagnfræði væru aðskildir heimar en hér (og í fyrri hluta þessarar
greinar) er gengið út frá því að milli þeirra sé lifandi samband og
gagnkvæm áhrif og er þar m.a. tekið undir með Aleidu Assmann.
Skýrt dæmi um slík áhrif er sagnfræði (eða sögukennsla í almanna-
skólum) sem ákvarðar áherslur sínar eftir valdboði. Þetta birtist með
sýnilegum hætti þegar stjórnvöld menntamála í Danmörku og Hol -
landi settu á „kanón“ í sögukennslu árið 2006, þ.e. ákveðna efnis -
þætti sögunnar sem skylt væri að fjalla um í almannaskólum.10
kennslubækur sem „verkfæri þjóðminninga“ geta hins vegar
innihaldið meira eða minna af gagnrýninni og greinandi sagnfræði.
Í kennslubókum sem komu út í framhaldi af námskránni 1999 má
vissulega greina gagnrýnni tónn en áður því þar er hin sameiginlega
minning (það sem aðrir myndu kalla goðsagnir) tekin til athugunar.
Þannig ber einn kafli í sögukennslubók fyrir miðstig heitið „var
Ísland eitthvað einkennilegt?“ Þar eru nokkrar rótgrónar hug -
myndir um Ísland fyrri alda ræddar, svo sem þær að hér hafi ekki
verið neitt þéttbýli, að Íslendingar hafi búið í moldarkofum og að
þeir hafi verið sískrifandi.11
Þjóðminning á hátíðum og í mannvirkjum
Afmælishátíðir eru annar vettvangur ríkisvaldsins til að setja mark
sitt á minningar. Um þetta hefur mikið verið fjallað fræðilega en
heimildir eru yfirleitt ríkulegar um slíkar hátíðir og jafnvel um
minning sem félagslegt fyrirbæri 101
9 Aðalnámskrá grunnskóla — almennur hluti 2011 — greinasvið 2013 (Reykja -
vík: Mennta- og menningarmálaráðuneyti 2013), bls. 198.
10 Þorsteinn Helgason, „Hvað er í frásögur færandi? Um kanón í sagnfræði og
sögukennslu“, Hvað er sagnfræði? Rannsóknir og miðlun. Fyrirlestrar frá hádegis-
fundum Sagnfræðingafélags Íslands 2006–2007. Ritstj. Guðbrandur Benediktsson
og Guðni Th. Jóhannesson ([Reykjavík]: Skrudda 2008), bls. 76–77.
11 Þorsteinn Helgason, Ein grjóthrúga í hafinu ([Reykjavík]: Námsgagna stofnun
2004), bls. 16–27.