Saga - 2015, Page 104
viðtökurnar við þeim. Pierre Nora og Jay Winter eru í hópi þeirra
sem hafa rannsakað slíkar hátíðir og sá síðarnefndi hefur bent á að
kjarni sameiginlegra minninga birtist í athöfnum þar sem fólk
kemur saman til að minnast.12 Pierre Nora ætlaði raunar að segja
minningarhátíðum stríð á hendur með hinu mikla verki sem hann
stýrði, Lieux de mémoire, en í verkferlinu, sem tók hátt í áratug, fór
svo að minningarhátíðir, minnisvarðar og sögusöfn tóku völdin og
urðu aðalefnið þó að ætlunin hafi verið önnur. Hin óhöndlanlega lif-
andi minning sem ætlað var að skilgreina reyndist að mestu vera sú
sem birtist við opinberar athafnir og heimildir voru til um. Breyt -
ingin frá fyrri áratugum var sú, að áliti Nora, að hin lýsanlega minn-
ing var ekki endilega þjóðernisleg; þjóðminning vék víða fyrir
staðar minningu og annarri hópaminningu.13
en hvað ræður því að aðeins örfárra atburða í sögu þjóða er
minnst með hátíðlegum hætti? ein tegund sögulegra hátíðahalda er
sú sem tengd er upphafi einhvers sem mikils þykir um vert. Miklu
veldur sá er upphafinu veldur, segir máltækið, og víða hafa stjórn -
völd tileinkað sér það sjónarmið. eiríkur Guðmundsson bókmennta -
fræð ingur hefur lýst þessu viðhorfi með vísan í orð Michel Foucault:
okkur er tamt að líta á upphafið sem augnablik fullkomnunar, segir
Foucault í grein sinni um sifjafræðina — augnablikið þegar hlutirnir
birtast skínandi í höndum skapara síns eða baðaðir í ársólarbirtu hins
fyrsta morguns.14
Sex sinnum hefur verið blásið til hátíða allra landsmanna til að
minnast sögulegra atburði.15 Tvisvar var það vegna upphafs Ís -
þorsteinn helgason102
12 Jay Winter, Remember War (New Haven: yale Univerity Press 2006), bls. 276.
13 Pierre Nora, „The era of Commemoration“, Realms of Memory 3 (New york:
Columbia University Press 1992), bls. 609.
14 eiríkur Guðmundsson, Gefðu mér veröldina aftur. Um sjálfsævisöguleg skrif
Íslendinga á átjándu og nítjándu öld með hliðsjón af hugmyndum Michels Foucault
(Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Háskóla útgáfan 1998),
bls. 116.
15 Sjá t.d. kolbeinn Óttarsson Proppé, „Hetjudýrkun á hátíðarstundu. Þjóð hátíðir
og viðhald þjóðernisvitundar“, Þjóðerni í þúsund ár. Ritstj. Jón yngvi Jó hanns -
son, kolbeinn Óttarsson Proppé og Sverrir Jakobsson (Reykjavík: Háskóla -
útgáfan 2003), bls. 151–165; Guðmundur Hálfdanar son, „Þingvellir. An Ice -
landic “Lieu de Mémoire““, History and Memory 12:1 (2000), bls. 4–29; Birgir
Hermannsson, Understanding Nationalism. Studies in Icelandic Nationalism 1800–
2000 (Stockholm: Stockholm Uni versity 2005).