Saga - 2015, Side 105
lands byggðar, arfsagnarinnar um landnám Ingólfs Arnarsonar árið
874, þ.e. á þúsund ára og ellefu hundruð ára afmæli þess viðburðar.
Árið 1930 var haldin mikil hátíð til að minnast þess að þúsund ár
voru liðin síðan alþingi var stofnað á Þingvöllum og árið 2000 var
haldið þúsund ára afmæli kristnitökunnar á sama stað. Segja má að
þjóðhátíðin 17. júní sé einnig haldin ár hvert í minningu viðburðar,
þ.e. lýðveldisstofnunar árið 1944, og henni var valin dagsetning á
fæðingardegi Jóns Sigurðssonar. Bjarni Benediktsson forsætis ráð -
herra orðaði það svo um lýðveldishátíðina 1944 „að þá var verið að
halda upp á atburð, sem var að gerast.“16 og árið 1994 var enn kallað
til Þingvalla og vegleg hátíð haldin vegna þess að fimmtíu ár voru
liðin síðan menn komu saman á Þingvöllum til að stofna lýðveldi.
Má því segja að þá hafi verið haldið upp á það að fimmtíu ár voru
liðin síðan haldið var upp á atburð sem var að gerast. Afmæli er þess
eðlis; gerður er atburður úr því að einu sinni gerðist atburður.
Allir tengjast þessir atburðir tilurð þjóðarinnar sem heildar.
Stjórnvöldin, sem hér um ræðir, eru einmitt stjórnvöld þjóðarinnar
en ekki einungis ákveðins héraðs og ekki heldur stærri heildar, svo
sem Norðurlanda eða evrópu. Atburðirnir eru greinilega tengdir
upphafi þjóðarinnar, landnámið sem hið efnislega (fýsíska) upphaf
þjóðarinnar, alþingisstofnunin sem samfélagslegt upphaf, kristnitak-
an sem andlegt upphaf og loks lýðveldisstofnunin sem pólitískt
upphaf (eða endurfæðing).
Menningar- og sögufélagsfræðingurinn Lyn Spillman er ein af
mörgum sem hafa rannsakað minningarhátíðir. Hún lét sér ekki
nægja að staðfesta að sameiginlegar minningar um þjóðfélagslegt
upphaf (af einhverju tagi) væru áberandi heldur reyndi hún að
greina hvers vegna sumar heppnast betur en aðrar. Rannsóknar -
dæmi hennar voru afmæli bandarísku byltingarinnar annars vegar
og landnáms Breta í Ástralíu hins vegar, bæði hundrað ára afmæli
þessara atburða 1876 og 1888 og tveggja alda afmælin 1976 og 1988.
Bæði dæmin fjalla um „stofn-andrá nýrra þjóða“ (founding moments
of new nations).17 Í stuttu máli má segja að niðurstöður hennar séu
minning sem félagslegt fyrirbæri 103
16 Alþingistíðindi 1965 D, bls. 1. Bjarni Benediktsson á fundi í sameinuðu þingi í
framsögu fyrir tillögu til þingsályktunar um hvernig minnast skuli ellefu
hundruð ára afmælis Íslandsbyggðar árið 1974.
17 Lyn Spillman, „When Do Collective Memories Last? Founding Moments in the
United States and Australia“, States of Memory. Continuities, Con flicts, and
Transformations in National Retrospection. Ritstj. Jeffrey k. olick (Durham &
London: Duke University Press 2003), bls. 162.