Saga - 2015, Page 106
þær að amerísku hátíðirnar hafi verið haldnar í sátt við sameiginleg-
ar minningar. Hundrað ára afmæli ástralska upphafsins hafi sloppið
fyrir horn en tvö hundruð ára afmælið hafi strítt svo gegn minningu
margra hópa að því hafi í raun verið hafnað sem þjóðarminningu.
Hver er skýringin á þessu?
Flestir fræðimenn benda á að afmælishátíðir mótist mest af tíman-
um þegar þær eru haldnar. Hundrað ára afmæli bandarísku bylting-
arinnar (og þar með stofnunar Bandaríkjanna) var haldið í skugga
borgarastyrjaldarinnar. Minningarathafnir voru ekki haldn ar á veg -
um alríkisins en nutu þó stuðnings þess. Afmælisins var minnst með
margvíslegum hætti um mestöll Bandaríkin en þó síst í suðurríkjun-
um sem höfðu tapað borgarastríði áratug áður. kvennahópar og
frumbyggjar (indíánar) voru sýnilegir á afmælinu, í aukahlutverki, en
fólks af afrískum uppruna, innflytjenda og verkalýðs var ekki minnst
sérstaklega. Þetta olli þó ekki mikilli gagnrýni á al menn um vettvangi,
að mati Spillman. Svipaða sögu er að segja af hundrað ára afmæli
landnáms Breta í Ástralíu. Ósýnileiki hópanna var þó með öðrum
formerkjum — kvennahópar og frumbyggjar voru í skugganum en
verkalýðshreyfingunni brá fyrir. Allt var með kyrrum kjörum.18
Á tveggja alda afmælunum í Bandaríkjunum og Ástralíu var
mikið um dýrðir og stjórnstöðvar settar upp til að halda um spott-
ana. Áhersla var lögð á atburði úti um allar byggðir. Stjórnendur
afmælisins í Bandaríkjunum gerðu sér grein fyrir að þjóðin talaði
ekki einum rómi og í því andrúmslofti róttækni sem þá ríkti vissu
þeir að búast mætti við gagnrýni á tilhögun hátíðarhaldanna. Að
mati Lyn Spillman reyndist ameríska byltingin engu að síður vera
sterkt og dugmikið tákn í sameiginlegri minningu Bandaríkjamanna
sem flestir hópar gátu speglað sig í, einnig andófsmenn sem höfn -
uðu henni ekki sem minningarviðfangi.19
Í Ástralíu var annað uppi á teningnum árið 1988. Tilefni afmælis -
ins var „smánarlegir atburðir“, innrás Breta og stofnun fanganý -
lendu.20 Hundrað árum áður hafði tekist að draga athyglina frá
þeim, til dæmis með því að gera siglingu Cooks skipstjóra til
Ástralíu, átján árum áður en fanganýlendan var stofnuð, að einu
fagnaðarefni afmælisins. Svipað var aftur reynt árið 1988 og þá lögð
áhersla á að þar hefði ástralskt þjóðfélag nútímans orðið til. en radd-
þorsteinn helgason104
18 Sama heimild, bls. 168–172.
19 Sama heimild, bls. 176.
20 Sama heimild, bls. 177.