Saga - 2015, Page 108
Minningum þjóða er einnig komið á framfæri með mannvirkjum
og minnisvörðum sem geta borið áhrifarík skilaboð. Þannig var um
„Þjóðmenningarhúsið“, eins og Safnahúsið við Hverfisgötu í
Reykja vík var nefnt eftir flutning safnanna úr húsinu. Það var tengt
þjóðinni en ekki síður ríkisstjórninni og í hugum sumra einna helst
forystumanni hennar, Davíð oddssyni, sem lagði nýjan hornstein að
húsinu á skírdag árið 2000. Í húsinu voru þegar opnaðar tvær
sýningar, önnur um íslensk miðaldahandrit og hin um siglingar nor-
rænna manna til Grænlands og Ameríku, báðar með nokkuð gagn -
rýnu sjónarhorni þar sem gerð var grein fyrir fyrirbærunum bæði
frá sjónarhorni vísinda og sameiginlegra minninga (þó að það hug-
tak væri ekki notað). en þetta gagnrýna innihald hafði líklega tak-
mörkuð áhrif miðað við pólitíska umgjörðina, húsið sjálft, sem
styrkti hefðbundna þjóðminningu að sögn sýningarstjórans, Gísla
Sigurðssonar (og á hér við um aðra sýninguna):
Það merkilega var að mér fannst jafnvel eins og gagnrýnir fræðimenn
hefðu verið svo blindaðir af eldri hugmyndafræði um víkinga og vín -
landsferðir og af þeim fyrirframhugmyndum sem þeir höfðu um stöðu
ráðamanna gagnvart þessum arfi og um táknræna ímynd Þjóð menn -
ingarhússins sem sýningarhúss ríkisstjórnar Davíðs oddssonar að
þeim sást yfir það að sýningin gekk gegn öllu því sem þeir töldu sig
vera að gagnrýna …23
Þó að Gísla þætti greinilega sem hann rækist á vegg „hugmynda-
fræði“, sem kalla mætti menningarminningu, pólitíska minningu og
þjóðminningu, hefur fullkomlega samhljóma og ógagnrýnin þjóð -
minning sjálfsagt aldrei verið til á Íslandi (frekar en annars staðar).
Hún birtist að vísu með áberandi og sýnilegum hætti í ímynd Jóns
Sigurðssonar á vissu tímabili, í kennslubókum Jónasar frá Hriflu og
í sögusýningum á Þingvöllum 1930 og í Menntaskólanum í Reykja -
vík 1944 — svo að dæmi séu tekin. Þessi ímynd var byggð upp um
og eftir aldamótin 1900 og hefur verið í afbyggingu síðan á seinni
hluta tuttugustu aldar. Hún hefur ávallt verið brotakennd og af -
bygg ingarspjótin koma úr ýmsum áttum. Stjórnmálin hafa oft og
tíðum rist skörð í þjóðminninguna og sérstaklega á áberandi hátt í
deilum um varnarmál frá því fljótlega eftir lýðveldisstofnun og
a.m.k. fram eftir sjöunda áratug aldarinnar. Þó að skarð hafi komið
þorsteinn helgason106
23 Gísli Sigurðsson, „Arfur og miðlun: Hugmyndafræði og nýjar rannsóknir“,
Hvað er sagnfræði? Rannsóknir og miðlun. Fyrirlestrar frá hádegisfundum Sagn fræð -
ingafélags Íslands 2006–2007, bls. 142.