Saga


Saga - 2015, Page 108

Saga - 2015, Page 108
Minningum þjóða er einnig komið á framfæri með mannvirkjum og minnisvörðum sem geta borið áhrifarík skilaboð. Þannig var um „Þjóðmenningarhúsið“, eins og Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykja vík var nefnt eftir flutning safnanna úr húsinu. Það var tengt þjóðinni en ekki síður ríkisstjórninni og í hugum sumra einna helst forystumanni hennar, Davíð oddssyni, sem lagði nýjan hornstein að húsinu á skírdag árið 2000. Í húsinu voru þegar opnaðar tvær sýningar, önnur um íslensk miðaldahandrit og hin um siglingar nor- rænna manna til Grænlands og Ameríku, báðar með nokkuð gagn - rýnu sjónarhorni þar sem gerð var grein fyrir fyrirbærunum bæði frá sjónarhorni vísinda og sameiginlegra minninga (þó að það hug- tak væri ekki notað). en þetta gagnrýna innihald hafði líklega tak- mörkuð áhrif miðað við pólitíska umgjörðina, húsið sjálft, sem styrkti hefðbundna þjóðminningu að sögn sýningarstjórans, Gísla Sigurðssonar (og á hér við um aðra sýninguna): Það merkilega var að mér fannst jafnvel eins og gagnrýnir fræðimenn hefðu verið svo blindaðir af eldri hugmyndafræði um víkinga og vín - landsferðir og af þeim fyrirframhugmyndum sem þeir höfðu um stöðu ráðamanna gagnvart þessum arfi og um táknræna ímynd Þjóð menn - ingarhússins sem sýningarhúss ríkisstjórnar Davíðs oddssonar að þeim sást yfir það að sýningin gekk gegn öllu því sem þeir töldu sig vera að gagnrýna …23 Þó að Gísla þætti greinilega sem hann rækist á vegg „hugmynda- fræði“, sem kalla mætti menningarminningu, pólitíska minningu og þjóðminningu, hefur fullkomlega samhljóma og ógagnrýnin þjóð - minning sjálfsagt aldrei verið til á Íslandi (frekar en annars staðar). Hún birtist að vísu með áberandi og sýnilegum hætti í ímynd Jóns Sigurðssonar á vissu tímabili, í kennslubókum Jónasar frá Hriflu og í sögusýningum á Þingvöllum 1930 og í Menntaskólanum í Reykja - vík 1944 — svo að dæmi séu tekin. Þessi ímynd var byggð upp um og eftir aldamótin 1900 og hefur verið í afbyggingu síðan á seinni hluta tuttugustu aldar. Hún hefur ávallt verið brotakennd og af - bygg ingarspjótin koma úr ýmsum áttum. Stjórnmálin hafa oft og tíðum rist skörð í þjóðminninguna og sérstaklega á áberandi hátt í deilum um varnarmál frá því fljótlega eftir lýðveldisstofnun og a.m.k. fram eftir sjöunda áratug aldarinnar. Þó að skarð hafi komið þorsteinn helgason106 23 Gísli Sigurðsson, „Arfur og miðlun: Hugmyndafræði og nýjar rannsóknir“, Hvað er sagnfræði? Rannsóknir og miðlun. Fyrirlestrar frá hádegisfundum Sagn fræð - ingafélags Íslands 2006–2007, bls. 142.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.