Saga - 2015, Síða 109
í þjóðminninguna á þessum tíma dró ekki úr mikilvægi hennar, lík-
lega þvert á móti, þó að mynd hennar hefði Janusarsvip, sem tvö
andlit á einu höfði. Á dögum þorskastríða fékk þjóðminningin á sig
heildstæðari mynd þó að greina mætti misfellur í henni.24
Brestir í þjóðminningunni
Þorskastríðin eru hugsanlega meðal síðustu atburða sem þjóðin á
sameiginlegar minningar um, þ.e. í hinni opinberu mynd sem dreg -
ur fram samstöðu þjóðar og málar upp lítilmagnann gegn ofur -
eflinu. Heimaeyjargosið 1973 kann að vera af líku tagi. Icesave-
deilan 2010–2011 magnaðist upp í svipaðar stærðir á tímabili, þó
innbyrðis átök settu sitt mark á hana. Í öllum slíkum tilvikum á
fortíðarmyndin sér heildstæða framhlið en bak við hana greinist
hún í sundur eftir fjárhagslegum hagsmunum, valdatogstreitu, ólík-
um kynjasjónarhornum o.s.frv. Stjórnmál og viðskiptalíf á Íslandi
(og víðar) virðast enn hafa hag af því að sýna heildstæða „þjóðar -
sál“, þjóðminningu sem er heildstæð og sannfærandi frásögn um
baráttu og sigra og arfgenga eiginleika „þjóðarlíkamans.“
Á veltiárum í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar, í góðærinu svo-
kallaða, varð vart við minningarlíkön sem áttu að skýra velgengnina
og jafnframt að renna traustari stoðum undir hana. Fortíðin átti að
skýra nútíðina og efla trú á henni og framtíðinni. Þessi líkön voru
þó af andstæðu tagi. Annars vegar var rótanna leitað í djörfung vík-
ingatíma25 (þó að sumir fræðimenn héldu því fram að Ísland hefði
aldrei verið þjóðfélag víkinga), baráttu við óvægin náttúruöfl (sem
eru víðar en á Íslandi) eða dýrmætri reynslu nýlenduþjóðar (sem
deila má um hvort Íslendingar voru) o.fl. Hins vegar var líka gerð
tilraun til þess að setja fram andstæða skýringu; að framsækni
Íslendinga stafaði m.a. af því að íslenskir viðskiptafrömuðir hefðu
litla fortíð að burðast með og því væru þeir ekki bundnir af vana-
hugsun og kjarkleysi eins og t.d. danskir starfsfélagar þeirra.
Þessi sundraða sjálfsmynd, sundurleita þjóðminning, sem á
stundum var reynt að setja í einn ramma, kristallaðist í niðurstöðum
minning sem félagslegt fyrirbæri 107
24 Guðni Th. Jóhannesson, „Þorskastríðin. Barátta við erlenda fjandmenn og inn-
lendar goðsagnir“, Skírnir 182 (haust 2008), bls. 456–471.
25 Sjá dæmi um gagnrýni á víkingaímyndina: Steinunn Gyðu- og Guðjóns dóttir,
„Hinir arflausu óvíkingar“, Vefritið, 23. janúar 2007. http://vefritid.eyjan.is/
index.php/greinasafn/hinir-arflausu-ovikingar.