Saga - 2015, Side 111
ingarhúss“ sem hafði verið endurgert sem „þjóðartákn“, við hliðina
á skjaldarmerkinu, fánanum og þjóðsöngnum, og opnað árið 2000.
Nú í aldarlok, þegar þessi endurskoðun hefur allt að því verið kanóní -
seruð í sagnfræðinni, virðast hafa orðið skil á milli fræðigreinarinnar
sem fjallar um fortíðina og þeirrar sögu sem stjórnvöld hafa tekið að sér
að miðla.28
Hér eru dregnir fram tveir gerendur sem hvor um sig er talinn sam -
stæður hópur, stjórnvöld (árið 2000) annars vegar og sagnfræðingar
hins vegar. Milli þeirra er afgangurinn af þjóðinni og erfitt að full-
yrða hvort hún hefur samstæða minningu eða hvort hún hefur yfir-
leitt nokkurn tíma haft slíka minningu.
Svipaða sögu um máttleysi „söguendurskoðunar“ má segja frá
fleiri löndum. Áhrifamáttur þjóðernissjónarmiðanna er slíkur að
þau verða ekki „afbyggð“ á skömmum tíma þó að drjúgur hluti
fræðaheimsins leggist á eitt. Um svipað leyti og Ólafur skrifar grein
sína segir Mette Zølner að sameiginleg minning Dana um land sitt
á dögum seinni heimsstyrjaldar sé sú að það hafi verið „lítið, sak-
laust og manneskjulegt“ þó að fræðimenn hafi bent á ýmsa bresti í
þeirri mynd.29
Þjóðminning inniheldur sjaldnast einstaka þætti og smáatriði
hins liðna. Á stundum hefur hún einungis byggst á nokkrum meg-
inþráðum, skýringalíkönum og viðhorfum. við hliðina á þjóðminn-
ingunni hafa einstaklingarnir jafnan persónulegar minningar sínar
og heyra jafnframt til ýmissa „minningarsamfélaga“, svo sem kyn -
slóðar sinnar, átthaga og starfsstéttar. Minningar þessara hópa geta
rekist á, stundum án þess að einstaklingarnir eða hóparnir geri sér
grein fyrir því, og bera því með sér ósamstæðar minningar.
Stjórnmálamenn og ríkisvald móta minningar en sú mótun gerist
ekki í tómarúmi og er aldrei einskær mötun og valdboð ef hún á að
ná einhverjum árangri. Jafnvel í lokuðum alræðissamfélögum er
boðskapurinn aldrei meðtekinn þegjandi og hljóðalaust, segir sagn -
fræðingurinn Frederick C. Corney. Hann dregur ályktun sína út frá
„minningarmiðstöðvum“ í Rússlandi, sem bolsévíkar settu upp til
minning sem félagslegt fyrirbæri 109
28 Ólafur Rastrick, „Hús með sál — þjóðarsál. Lesið í sköpun Þjóðmenn ingar -
húss“, Ný saga 12 (2000), bls. 82–88.
29 Mette Zølner, „Remembering the Second World War in Denmark: The Impact
of Politics, Ideology and Generation“, Myth and Memory in the Construction of
Community. Historical Patterns in Europe and Beyond (Brussel: P.I.e.-Peter Lang
2000), bls. 354.