Saga - 2015, Síða 112
að safna frásögnum úr októberbyltingunni, og vísar um leið í sam -
hljóða ályktanir tveggja annarra sagnfræðinga af öðrum vettvangi.
viðtakendurnir sýndu margs konar viðbrögð — spyrntu við fæti,
komu sér undan boðskapnum, sniðu hluta af honum, um breyttu og
bættu við.30
Breytingar á tækni, búsetu og þjóðfélagshlutverki manna hafa
verið miklar síðustu hundrað ár. Allt hefur það áhrif á vitund okkar
um fortíðina. Aleida Assmann hefur tilgreint tvær meginhugmyndir
eða hreyfingar í þessu sambandi, aðra í anda nývæðingar þar sem
gert er ráð fyrir að fortíðin sé best geymd á safni og hlutverk sög-
unnar og sagnfræðinnar sé fyrst og fremst að útskýra framfarirnar.
Hina hreyfinguna, sem hefur rutt sér til rúms allra síðustu áratugi,
má kenna við minningar og sjálfsvitund og þar er fortíðin sínálæg.
Þetta má til einföldunar nefna „sögu sem framfarir“ (þ. Geschichte
als Fortschritt) og „sögu sem minningu“ (þ. Geschichte als Gedächt -
nis).31
Þessi grundvallarafstaða til fortíðar og til minningarsamfélaga
getur komið fram með margvíslegum hætti. Í allnokkur ár lét ég
nemendur mína í kennaraháskóla Íslands gera vefsíður um líf í torf-
bæjum.32 Ég hugsaði þetta fyrst sem ritaleit — nemendur skyldu
finna prentaðar ævisögur og endurminningar og kynna sér efnið í
þeim. Brátt fékk ég spurningu frá nemanda um það hvort hann
mætti yfirheyra ömmu sína um torfbæi því hún hefði búið sjálf í
slíkum húsakynnum. Brátt fór svo að verkefnin urðu öll með þessu
sniði. Nemendur fundu fólk sem hafði eigin reynslu af að búa í
torfbæ, oftast innan eigin fjölskyldu eða tengslahóps, tóku viðtöl,
söfnuðu myndum og öðrum fróðleik, sögðu einnig frá tengslum sín-
um við viðmælanda og upplifun sinni. viðfangefnið færðist þannig
frá sagnfræði og rituðum minningum yfir til lifandi minninga. Þetta
voru þó ekki alltaf minningar sem nemendurnir voru aldir upp við
en þannig má skilja að „fyrirmyndarminningar“ í anda Pierre Nora,
þorsteinn helgason110
30 Frederick C. Corney, „Rethinking a Great event: The october Revolu tion as
Memory Project“, States of Memory. Continuities, Conflicts, and Transformations
in National Retrospection. Ritstj. Jeffrey k. olick (Durham & London: Duke
University Press 2003), bls. 30.
31 Aleida Assmann, Geschichte im Gedächtnis, von der individuellen erfa hrung zur
öffentlichen Inszenierung (München: verlag C.H. Back 2007), bls. 22.
32 Torfbæir í Netheimum. kennaraháskóli Íslands/Háskóli Íslands (2000–2010).
http://mennta.hi.is/vefir/saga/torf.