Saga - 2015, Side 113
krzysztof Pomian og fleiri séu, með öðrum orðum nánast ósjálf -
ráðar og alltumlykjandi. Misjafnt var hvort nemendurnir höfðu alist
upp við vitneskjuna um torfbæjarlíf eða ekki.
Ég bað nemendur að láta anda og viðhorf viðmælandans ráða
för með sýnilegu tilstilli spyrjandans. Hugsunin bak við það var að
halda nemendunum frá sameiginlegu minningunni en leyfa einstak-
lingsminningum viðmælendanna að gera strandhögg í þeirri fyrr-
nefndu, líkt og þegar sagnfræðingar skoða sögu einstaklinga í ljósi
stórsögunnar í þeim tilgangi að sannreyna hana eða öllu heldur
sýna fram á hvernig hún getur villt mönnum sýn við lestur sögu-
legra heimilda.33 Torfbæirnir voru „staðir minninga“ (fr. lieux de
mémoire) nemendanna og viðmælendanna, fulltrúi tíma sem var
liðinn, bændamenningarinnar sem Pierre Nora kallar „erkiforðabúr
sameiginlegu minninganna“.34 Nora er afdráttarlaus í yfirlýsingum
sínum um dauða sameiginlegu minninganna en sá dauði var stór-
lega ýktur í ljósi torfbæjar-lieu nemendanna. kynslóðaáhersla Halb -
wachs fékk hins vegar meiri hljómgrunn á köflum. Þetta voru per-
sónulegar minningar sem stundum voru einnig hópminningar
systk ina og sumar urðu að hópminningu (kynslóðaminningu) stærri
fjölskyldueininga, stórfjölskyldu, sem safnaðist kringum verkefnið
og lagði sitt af mörkum.
vel má hugsa sér að til sé sameiginleg (söguleg, opinber) minn -
ing þjóðarinnar, þjóðminning, um torfbæi og hún fjallar sennilega,
a.m.k. til skamms tíma, mest um táknmynd fátæktar, óhreininda og
kulda og þjónar hlutverki andstæðunnar í framfarasögu 20. aldar.
Hin fræðilega vísun til torfbæja hefur verið af svipuðu tagi til
skamms tíma. einstaklingsminningin og litla hópminningin í viðtöl-
um nemendanna fjallaði um aðra hluti: um fjölskyldutengsl, um lífs-
björg, um leiki og jólasiði. Torfbæirnir voru sjaldan skilgreindir sem
vandamál í sjálfu sér. Í fræðilegri umræðu hafa einnig komið fram
breytt sjónarmið á seinni árum. Torfbæir hafa verið að færast upp
virðingarstigann sem byggingarlist og menningarverðmæti. Upphaf
minning sem félagslegt fyrirbæri 111
33 Um tengdar hugleiðingar sjá t.d. Sigurður Gylfi Magnússon, „The Sin gulariz -
ation of History“, Journal of Social History 36:3 (2003), bls. 701–735, og Sigrún
Pálsdóttir, „Hreyfimynd með hljóði frá 19. öld eftir Þóru Pétursdóttur“, Saga
L:2 (2012), bls. 113–128, einkum bls. 120.
34 „… quintessential repository of collective memory.“ Pierre Nora, „Gen eral
Introduction: Between Memory and History“, Realms of Memory 1 (New york:
Columbia University Press 1992), bls. 1–20.