Saga - 2015, Side 115
lífi við hlið minningarfræðanna.39 Ýmsir þættir í minningar kenn -
ingum eru einnig umdeildir, einkum um sameiginlega minningu. Í
hópi gagnrýnenda má nefna menningarfræðinginn Susan Sontag
sem hafnaði því að minning gæti verið annað en einstaklings -
bundin; hún hlyti því að deyja með einstaklingnum. Það sem átt
væri við með sameiginlegri minningu snerist ekki um að muna
heldur um það sem samkomulag væri um að þykja mikilvægt; það
mætti betur kalla sameiginlega mótun.40 Maurice Bloch, sem aðhyll-
ist víða skilgreiningu á einstaklingsminningu, eins og áður er getið,
setur mörk við sameiginlega minningu og lítur á hana eingöngu
sem myndhverfingu:
minning sem félagslegt fyrirbæri 113
þegar sagt er að samfélög muni
er um myndhverfingu að ræða.
venjuleg merking orðsins að
„muna“ gerir ráð fyrir heila og
taugakerfi. Þess vegna geta
samfélög ekki munað, bókstaf-
lega talað. Þetta merkir ekki að
myndhverfingin sé ekki gagn-
leg eða veki ekki til umhugsun-
ar. en eins og segja má um allar
myndhverfingar — hún gerir
ógagn þegar gleymist að hún er
myndhverfing.
when you say that collectivities rem-
ember, you are speaking metaphori-
cally. Given the normal meaning of
the word “remember”, that would
require the brain and the neural sys-
tem. Therefore, collectivities literally
cannot remember. That doesn’t mean
that the metaphor isn’t useful or tho-
ught provoking. But, like all metap-
hors, it becomes harmful when we
forget that it’s a metaphor.41
39 Hér skulu nefnd nokkur dæmi um hugtakanotkun og kenningar sem eiga að
svara svipuðum spurningum og minningarfræðin glíma við: Gísli Sigurðsson,
„Arfur og miðlun“, Hvað er sagnfræði?, bls. 138–145; valdimar Tr. Hafstein,
„Menningararfur“, Sagan í neytendumbúðum“, Frá endurskoðun til upplausnar.
Ritstj. Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon
(Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna og ReykjavíkurAkademían 2006), bls.
313–328; Helgi Þorláksson, „Sagnfræðin í heimi menningararfs og minninga“,
Þriðja íslenska söguþingið 18.–21. maí 2006. Ráðstefnurit. Ritstj. Benedikt eyþórs -
son og Hrafnkell Lárusson (Reykjavík: Aðstandendur Þriðja íslenska
söguþingsins 2007), bls. 316-326; Jósef Gunnar Sigþórsson, „Sagan sem sjónar-
horn. Um sagnfræði, póstmódernisma og viðtökufræði“, Saga XLIII:1 (2005),
bls. 81–110.
40 Susan Sontag, Um sársauka annarra. Þýð. Uggi Jónsson (Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag 2006), bls. 112.
41 Maurice Bloch og Maarja kaaristo, „The Reluctant Anthropologist. An
Interview with Maurice Bloch“, Euro zine 28. febrúar 2008. Sjá http://www.
eurozine.com/articles/2008-02-28-bloch-en.html.