Saga - 2015, Blaðsíða 116
Hollenski söguheimspekingurinn F.R. Ankersmit fagnar velgengni
minningarfræðanna og sér þau sem þátt í stærri hreyfingu hugar-
farssögu, (þýsku) hversdagssögunnar og menningarsögu. Allt þetta
megi setja undir hatt sem hann hafi kallað „einkavæðingu fortíðar-
innar“ (privatization of the past). Hugtakið saga hafi á sér svip óhjá-
kvæmilegra örlaga, fortíðin minni á hlutlægan veruleika sem við
höfum engin áhrif á. orðið minning hefur á sér annan blæ. við
minnumst oftast þess sem við viljum og við vitum að minningin er
breytileg skepna. Að vísu lítur Ankersmit á „sameiginlega minn-
ingu“ sem myndhverfingu og að það megi velta því fyrir sér hvert
skýringargildi hennar sé.42
Minningarhugtakið hefur náð nokkurri fótfestu á Norðurlönd -
um þó að það sé þar oft í félagsskap við önnur hugtök, einkum
söguvitund, sögumiðlun og sögunotkun. Sem dæmi um þetta má
nefna átaksverkefni í Danmörku árið 1995 þegar Center for human-
istisk historieformidling var komið á fót, með miðstöð í danska kenn-
araháskólanum, en úr því verkefni komu fjölmörg rit um tengsl
rannsóknarsagnfræði, námsefnis, sögulegs skáldskapar og annarrar
miðlunar sögunnar. Hernámsárin eru ofarlega á baugi í minningar-
rannsóknum í Danmörku og þar hefur Anette Warring verið fremst
í flokki að bregða kynjasjónarhorni á sameiginlega minningu og
sagnfræðirannsóknir.43
Í Þýskalandi og á Norðurlöndum hefur þróast kenningasmíð
og hugtakanotkun undir formerkjum kennslufræði sögu sem á
marg an hátt liggur nálægt minningarnálguninni. Íslenska heitið
„kennslu fræði“ er of takmarkandi þar sem „historiedidaktik“ hefur
tekið stefnu sem ekki takmarkast við skólakennslu. Lykilhugtök inn-
an þessa vettvangs eru söguvitund og sögunotkun og um þau er
einnig fjallað án þess að kennsla og skólar komi við sögu. Sögu -
vitund skilgreindi þýski sagnfræðingurinn karl-ernst Jeis mann árið
1979 sem samhengið milli túlkunar á fortíð, skilnings á samtíð og
væntinga til framtíðar og hefur það orðalag orðið lífseigt.44 Þunga -
þorsteinn helgason114
42 F.R. Ankersmit, Sublime Historical Experience (Stanford: Stanford Uni versity
Press 2005), bls. 4–5.
43 Anette Warring, Tyskerpiger — under besættelse og retsopgør; Anette Warring og
Claus Bryld, Besættelsestiden som kollektiv erindring (Roskilde: Roskilde
Universitetsforlag 1999).
44 Bernard eric Jensen, Historie — livsverden og fag (københavn: Gyldendal 2003),
bls. 58.