Saga - 2015, Síða 117
miðjan er því ekki það sem gerðist á einhverju til teknu augnabliki í
fortíðinni eða heimildir um það heldur merking þess, notkun,
miðlun og umfjöll un í samtímanum. „Sögunotkunin“ fer fram á
mörgum sviðum í mannfélaginu — við eldhúsborðið, fyrir framan
sjónvarpið, í skólanum, við hátíðahöld, á skjalasöfnum o.s.frv. Sumir
kjósa fremur orðið „sögumenning“ um þær aðferðir og andrúmsloft
sem sagan (eða minningin) í samfélaginu þrífst í. „Sögukennslu -
fræðingar kanna hvernig söguvitund birtist í sögumenningu í heild
sinni,“ skrifar sagnfræðingurinn og sögukennslu fræðingurinn klas-
Göran karlsson.45
Bernard eric Jensen, sem hefur lengi verið í fremstu röð í kenni-
legri sagnfræði og sögukennslufræðum í Danmörku og á Norður -
löndum, gaf árið 2003 út bókina Historie — livsverden og fag. Titillinn
er lýsandi: sagan er bæði lífheimur og fræðigrein. „Lífheimur“ er
fengið að láni úr fyrirbærafræði. Skilningur hans á sögunni sem líf-
heimi stendur mjög nærri því sem aðrir kalla minni eða minningu:
minning sem félagslegt fyrirbæri 115
Margt í lífheimi manna hefur
einkenni „þögullar þekkingar“
(tacit knowledge), þ.e. vitund-
arháttar sem þeir hafa ekki
skipað á bás og orðað. Þegar ég
læt söguna tilheyra lífheimin -
um hér á eftir merkir það að
sag an hafi einnig einkenni þög-
ullar og ógegnsærrar vitund-
ar/skynbragðs. Á sama hátt og
fólk getur verið góðir málnot-
endur án þess að geta gert grein
fyrir málfræðireglunum sem það
fer eftir getur það verið færir
sögunotendur án þess að geta
útskýrt hvaða sérkenni sögu -
vitund þess hefur og hvern ig
hún virkar.
Meget i menneskers livsverden har
karakter av ‘tavs viden’ (tacit know-
ledge), dvs. en be vidst hedsform, de
ofte ikke har tematiseret og italesat.
Når jeg i det følgende karakteriserer
hi storie som livsverden, bety der det,
at historie også har karak ter av en
tavs og ikke-tematiseret bevidsthed/
indsigt. På samme måde som menne -
s ker kan være kompetente sprogbru-
gere uden at kunne redegøre for de
gramma tiske regler, de følger, kan
mennesker være kompetente hi -
storie brugere, uden at de kan gøre
rede for deres historiebevidstheds
kendetegn og funktionsmåder.46
45 „Historiedidaktiker studerar hur historiemedvetandet kommer till uttryck i
historiekulturen som helhet“. klas-Göran karlsson, „Historie didaktik:
begrepp, teori och analys“, Historien är nu. En introduktion till historiedidaktiken
(Lund: Studentlitteratur 2004), bls. 44.
46 Bernard eric Jensen, Historie — livsverden og fag, bls. 9.