Saga - 2015, Síða 119
fámennan samfélagshóp hjá Halbwachs og þjóðina í verkum og hug-
myndum Nora. Minningarumfjöllunin á vegum Nora náði sjaldan út
fyrir franska þjóðminningu í þröngum skilningi, ekki einu sinni til
nýlendna Frakka eða innflytjenda. Á þetta hefur Astrid erll bent en
hún er talsmaður „þvermenningarlegra“ minningarfræða (e. trans -
cultural memory studies).52 Að minnsta kosti tvö fræðileg tíma rit höfðu
þessa nálgun að meginefni í tölublaði sínu árið 2011.53 kastljósið hef-
ur sem sé beinst að flæði minninganna í menningunni þar sem
landamæri þjóðríkja eru vissulega fyrir hendi en eru ekki lengur þeir
háu múrar sem byggingameistarar þeirra vildu hafa. Hugmyndir
um menningu (t.d. íslenska menningu eða danska menningu) hafa
einnig breyst og athyglin hefur beinst að fjölbreytileika og breytan-
leika menningar, bæði einstakra hópa og svæða, þar með talið landa
og þjóða.54 Hinir stafrænu netmiðlar hafa einnig haft sitt að segja en
þeir tengja heiminn saman, nútíð og fortíð, skáld skap og sannfræði,
myndir, letur og fleiri táknkerfi og verk færi. Ferðalög og flutningar
fólks hafa aukist hina síðari áratugi, bæði þeirra sem eru í leit að
atvinnu og menntun og hinna sem eru á flótta undan ófriði og ofríki.
Þessir hópar og einstaklingar bera með sér minningar sem blandast
þeim sem fyrir eru á griðastöðunum.
Þó að heimurinn virðist stundum vera orðinn eitt þorp eiga
minningar og menning einnig ákveðna staði sem þeir eru bundnir
öðrum fremur. Breski kynja- og minningarfræðingurinn Susannah
Radstone brást við hugmyndum Astrid erll með því að fara í vett-
vangsheimsóknir til tveggja rannsóknarmiðstöðva í þvermenning-
arlegum minningarfræðum, í Lundi í Svíþjóð og konstanz í Þýska -
landi, og sannreyna þar að rannsakendur minninganna gera stað -
bundnar rannsóknir en gera sér jafnframt grein fyrir þverþjóð legum
einkennum þeirra. Í Lundi hefur safnast saman fólk með bakgrunn
í Austur-evrópu og rannsóknarsvið þess eru minningar í „heima-
löndum“ þess, svo sem afstaða til gyðinga í Póllandi frá millistríðs -
minning sem félagslegt fyrirbæri 117
52 Astrid erll, „Traumatic Pasts, Literary Afterlives, and Transcultural Memory.
New Directions of Literary and Media Memory Studies“, Journal of Aesthetics
& Culture 3 (2011), bls. 4–18. http://www.aestheticsandculture.net/index.
php/jac/article/view/7186.
53 Journal of Aesthetics & Culture 3 (2011). http://www.aestheticsandculture.net
/index.php/jac/issue/view/538 og Parallax 17:4 (2011), vefút gáfa http://
www.tandfonline.com/toc/tpar20/17/4.
54 Astrid erll, „Travelling Memory“, Parallax 17:4 (2011), bls. 6 og 11.