Saga - 2015, Page 120
árunum til síðustu ára,55 minning og viðhorf stjórnvalda, samfélags
og eins einstaklings til sósíalíska „fyrirmyndarbæjarins“ Nowa Huta
í nágrenni kraków í Póllandi56 og „goðsagnir, sjálfsmynd og átök“
eins og þetta birtist í rúmenskum og serbneskum kennslubókum
1992–2007.57 Sömu sögu er að segja af rannsóknarmiðstöðvum í
Þýskalandi (sem vitnað hefur verið til í þessari grein) þar sem seinni
heimsstyrjöldin og hinn langi skuggi nasistatímabilsins er nærtækt
og ótæmandi rannsóknarefni. Susannah Radstone fann líka í athug-
unum sínum að rannsóknaraðferðirnar og kenningarnar eru stað -
bundin fyrirbæri að miklu leyti. Henni þótti rannsóknarstarfið í
Lundi og norræna tengslanetið
Að lokum
Minningarhugtakið er vítt og hægt er að sveigja það að ýmiss konar
aðstæðum. Það er styrkur þess og veikleiki. Hugmyndin um sameig-
inlega minningu hefur hlotið mikinn hljómgrunn meðal fræðimanna
en þeir hafa gefið henni mismunandi inntak. Ég tek ekki undir með
þeim sem vilja einskorða hana við opinberar athafnir og halda henni
þorsteinn helgason118
55 Barbara Törnquist-Plewa, „The Use and Non-Use of the Holocaust Memory in
Poland“, Painful Pasts and Useful Memories: Remembering and Forgetting in
Europe. CFE Conference Papers Series No. 5 (Lund: The Centre for european
Studies at Lund University 2012), bls. 11–27.
56 Agnes Malmgren, „“Huta is in the air that I breathe”: Belonging, Re membering
and Fighting in the Story of Maciej Twaróg“, Painful Pasts and Useful Memories,
bls. 29–49.
57 Anamaria Dutceac Segesten, Myth, Identity and Conflict. A Comparative Analysis
of Romanian and Serbian Textbooks (Lanham: Lexington Books 2011).
58 Susannah Radstone, „What Place is This? Transcultural Memory and the
Locations of Memory Studies”, Parallax 17:4 (2011), bls. 114.
sýna fram á, að mínu áliti, bestu
hliðar á þverþjóðlegri og þver-
menningarlegri nálgun að minn -
ingu vegna þess að í minn ingar-
rannsóknum af þessu tagi er
athyglinni í senn beint að stað -
bindingu minninga og þeim
eiginleika þeirra að geta farið á
flakk en verið samt bundnar við
ákveðinn stað.
demonstrate, I think, the very best of
transnational and transcultural app-
roach to memory, for memory re-
search of this sort combines an atten-
tiveness to the locatedness of memory
with an awareness of memory‘s
potential to wander but also to re -
main fixed in its place.58