Saga - 2015, Síða 124
Þórunn Pálsdóttir fæddist árið 1811.
Níu mánaða var hún sögð ófríð en
með falleg augu. Hún ólst upp með
Sigríði systur sinni hjá móð ur þeirra
og ömmu á Hall freðar stöðum. Árið
1841 giftist hún frænda sínum Hall -
dóri Sigfússyni en missti hann í
Lagar fljót árið 1846 frá þremur
börnum. Hún hélt áfram búskap á
Hallfreðarstöðum en giftist árið
1856 sér talsvert yngri manni, Páli
Ólafssyni, sem er kunnur fyrir kveð -
skap sinn, ekki síst ástar ljóðin til
kon unnar sem hann elsk aði löngu
áður en Þórunn dó. Þórunn hafði
að sögn ömmu sinnar tempraða
skapsmuni og safnaði að sér göml-
um frændkonum, piparjómfrúm og
ekkjum, og bjó þannig til kvenna-
heimili í líkingu við það sem hún
sjálf ólst upp við. „Skarri verdur
tad kjellíngamagtin“, skrif aði Sig -
ríður systir hennar 1860, „þær hefdu ekki þirpst svona utan um mig“. enda
Sigríður ólíkt harðari í skapi. Þórunn dó árið 1880, síðust systkinanna fimm
frá Hallfreðarstöðum. — Ljósm. Johan Holm Hansen. Þjms.
um að djúpt væri á slíkri mynd, af ýmsum ástæðum. og hafði rétt
fyrir mér því Inga Lára fann ekki mynd af Sigríði, en af systur henn-
ar sem ég spurði um líka, Þórunni Pálsdóttur. 2
Myndin barst mér svo með tölvupósti yfir hafið til Skotlands þar
sem ég sat við skrifborð í opnu vinnurými og þegar ég sá hana á
skjánum, svo fallega og svipsterka, með stórar vinnulúnar hendur —
sýslumannsdótturina frá Hallfreðarstöðum — fylltust augun tárum.
Af því fortíðin var komin nær mér, ekki bara Þórunn heldur fannst
mér Sigríður systir hennar einnig birtast mér í þessari mynd. og af
því þær hafa verið líkar systurnar, og þau systkinin öll eins og sést á
myndum sem varðveist hafa af bræðrunum þremur, Páli, Stefáni og
Siggeiri, því með þeim er sterkur svipur. Sigríður var sögð lík Páli.3
erla hulda halldórsdóttir122
2 Tölvupóstar milli höfundar og Ingu Láru Baldvinsdóttur, safnvarðar á mynda-
safni Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni, dags. 17. og 18. febrúar 2014.
3 Lbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólasafn, handritadeild). Lbs. 2414 b 4to. Bréf:
Tómas Sæmundsson til Páls Pálssonar 24. september 1829.