Saga - 2015, Blaðsíða 126
sömun fræðimanns og viðfangsefnis eða sögulegra einstaklinga í
því samhengi, til dæmis stuttlega í doktorsritgerð minni, Nútímans
konum, árið 2011.8
Sigríður Pálsdóttir skrifaði 250 bréf til bróður síns, Páls Pálssonar
skrifara á Stapa, og þessi bréf, sem og önnur fjölskyldubréf, eru
hryggjarstykkið í væntanlegri ævisögu Sigríðar sem ber vinnuheitið
Bréf til bróður míns.9
Baráttan við heimildirnar
Í nýlegri grein í tímaritinu Life Writing ræðir fræðikonan Rachel
Morley um ritun ævisagna og tengsl fræðimannsins við söguhetju
sína, nánar tiltekið hvar og hvernig „baráttan við heimildirnar“ (svo
vísað sé í heiti á gamalli kennslubók í sagnfræði eftir Gunnar karls -
son) fer fram. Þó einkum um það hvort og hvernig fræði maður inn
skrifar um þennan þátt rannsóknarinnar í ævisögunni sjálfri.10
Í stuttu máli er Morley þeirrar skoðunar að höfundar fræðilegra
ævisagna eigi að skrifa um leit sína að fortíðinni inn í sjálfa ævisög-
una í stað þess að skrifa um hana sérstakar greinar eða eftirmála.
Þótt vangaveltur um það hvernig farið sé að því að velja, hafna og
túlka heimildir séu órjúfanlegur þáttur í því að skrifa ævisögu enda
þær oftast sem hliðarafurð ævisögunnar sjálfrar eins og Morley
bendir á. Þar með verða þær það sem hún kallar „for-ævisöguleg“
(e. pre-biographical) skrif.
Meðal þeirra sem Morley tekur til umræðu (og gagnrýnir fyrir
forævisöguleg skrif) er einn virtasti höfundur fræðilegra ævisagna
í Bretlandi, Richard Holmes,11 sem hefur skrifað um ýmis stórskáld
erla hulda halldórsdóttir124
8 erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis
á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun, Háskólaútgáfan og RIkk
2011), bls. 56–65.
9 Um Sigríði og rannsókn mína hef ég m.a. skrifað eftirfarandi greinar: „kvenna -
bréfin á Hallfreðarstöðum. Hagnýting skriftarkunnáttu 1817–1829“, Saga LI:2
(2013), bls. 57–91; „Táknmynd eða einstaklingur? kynjað sjónarhorn sögunnar
og ævi Sigríðar Pálsdóttur“, Skírnir 187 (vor 2013), bls. 80–115.
10 Rachel Morley, „Fighting Feeling: Re-thinking Biographical Praxis“, Life Writ -
ing 9:1 (2013), bls. 77–95.
11 Holmes er jafnframt brautryðjandi í að gera fræðilegar ævisögur að háskóla -
fagi. Sjá m.a. Richard Holmes, „The Proper Study?“, Mapping Lives. The Uses of
Biography. Ritstj. Peter France og William St Clair (oxford: oxford Uni versity
Press 2002), bls. 7–18.