Saga - 2015, Side 127
englands, svo sem Shelley (eiginmann Mary Shelley) og Coleridge.
Holmes er þekktur fyrir að feta í fótspor söguhetja sinna meðan á
rannsókninni stendur en lýsingar á þeirri rannsóknarvinnu skila sér
þó ekki nema takmarkað inn í ævisögurnar sjálfar. Aftur á móti
hefur hann gefið út tvær bækur, Footsteps og Sidetracks, sem fjalla
einmitt um baráttuna við heimildirnar, leitina að liðnum tíma og
fólkinu sem þá lifði og ýmis hliðarefni og persónur sem orðið hafa
á vegi hans.12 Morley telur að fræðimenn eigi að fjalla meira um það
í rannsókn sinni hvernig það var að vera í „feltinu“,13 á vettvangi, í
fortíðinni, og vísar þar með til etnógrafískra rannsóknaraðferða
þjóðfræðinga og mannfræðinga þar sem fræðimaðurinn er á staðn -
um, dvelur með þeim sem hann er að rannsaka, tekur þátt í lífi
þeirra, skráir, tekur eftir. Framkvæmdin sjálf er þannig hluti af
niðurstöðunni. Þetta, segir Morley, er sú aðferð sem ævisöguritarar
ættu að nota og skrifa ævisögu sem er samtvinnuð úr þessum þátt-
um.14 Morley heldur því nefnilega fram að ævisaga snúist ekki
aðeins um leitina að annarri manneskju og þá mynd sem dregin er
upp af henni heldur sé hún einnig skilningsleit og sjálfsuppgötvun
höfundarins sjálfs. Með því að fara svo nærri annarri manneskju,
„að stíga inn í einkasvið annars, gefst ævisöguhöfundinum einnig
kostur á að fara inn í sína eigin dauðlegu, persónulegu tilveru, hvort
sem það er viðurkennt eða ekki, raunverulegt eða ímyndað.“15
Morley gengur því lengra en margir þeirra sem kalla eftir því að
rannsóknin sem slík og fræðimaðurinn sjálfur verði sýnilegri í loka-
afurðinni. Þótt ég sé ekki endilega sammála Morley í öllu er varðar
sýnileika fræðimannsins í verki sínu eru skrif hennar í senn at -
hyglis verð og hjálpleg til þess að greina eigin stöðu og viðhorf.
Sjálf hef ég um árabil verið þeirrar skoðunar að fræðimenn eigi
að gera meira af því að takast á við álitamál um túlkun heimilda og
(tilfinningaleg) tengsl fræðimannsins við viðfangsefni sitt. Í því efni
hef ég meðal annars verið undir áhrifum breska félagsfræðingsins
ferð til fortíðar & sagnfræðingurinn 125
12 Richard Holmes, Footsteps: Adventures of a Romantic Biographer (London:
Hodder & Staughton Ltd.1985) og Sidetracks: Explorations of a Romantic Bio -
grapher (New york: HarperPress 2000, endurútg. 2005).
13 „Felti“ eða að vera „í feltinu“ er notað í ýmsum fræðigreinum (s.s. fornleifa-
fræði, mannfræði, landfræði, ferðamálafræði og þjóðfræði) og vísar til rann-
sóknarvettvangsins. Á ensku er notað hugtakið „field“ en á dönsku „felt“ og
þýðir einfaldlega reitur, svið eða svæði.
14 Rachel Morley, „Fighting Feeling“, t.d. bls. 88.
15 Sama heimild, bls. 79.