Saga - 2015, Qupperneq 128
Liz Stanley og hef nýtt rannsóknir hennar og kenningar. Hún hefur
skrifað talsvert um þetta efni í tengslum við rannsóknir sínar á
sendibréfum og æviskrifum; um það sem fram fer „í rýminu milli
lífs sem var lifað og lífs á bók.“16 Um skrjáfið í bréfunum, rissið í
blýantinum, um það að hugsa og skrifa, stroka út, skrifa upp á nýtt.
Breyta, endurraða.17
Ævisaga í ævisögu
Ýmsir þeirra sem skrifað hafa um fræðilegar ævisögur halda því
fram að ævisagan sé öðrum þræði einnig ævisaga höfundarins, okk-
ar sem skrifum, því við komumst aldrei undan því að við erum
mótuð af umhverfi og reynslu sem hefur áhrif á rannsóknir okkar.
Liz Stanley ræðir þetta efni og óskýr mörk sjálfsævisögulegra og
ævisögulegra skrifa í bókinni The auto/biographical I, sem kom út árið
1992. Þar setti hún fram hugtakið sjálfs/ævisaga (auto/biography) sem
hafnar skýrri aðgreiningu ævisögu og sjálfsævisögu en viðurkennir
þess í stað gagnkvæmni þeirra. Stanley heldur því fram að það séu
engin skýr skil milli mismunandi forma ritunar því þau séu háð
miðlun höfundarins og vitund hennar. Öll ævisöguritun er því „í
nánum tengslum við sjálfsævisögu ævisöguritarans“.18
erla hulda halldórsdóttir126
16 Liz Stanley, „Mourning becomes …: The work of feminism in the spaces
between lives lived and lives written“, Women’s International Forum 25:1 (2002),
bls. 1–17, sjá t.d. bls. 8 og 15 um rýmið milli lífs sem var lifað og lífs á bók.
17 Á norræna kvennasöguþinginu í Turku í Finnlandi árið 2005 hélt Stanley lyk-
ilfyrirlestur um femíníska fræðimanninn sem situr á skjalasafninu og reynir að
finna út úr fortíðinni. Titillinn og uppsetning hans er lýsandi fyrir þá hugsun
og fræðilegu vinnu sem hún ræddi þar:
and the Schreiner epistolarium and the Schreiner epistolarium
Archigraphics/:
in
the politics, ethics and theoretics of / feminist historiography
Sama efni lagði hún fyrir málstofu við Háskóla Íslands, sem haldin var í tilefni
Söguþingsins 2006, en Stanley flutti þar Jóns Sigurðssonar fyrirlesturinn.
18 Liz Stanley, The Auto/Biographical I. The Theory and Practice of Feminist Auto/ -
Biography. (Manchester: Manchester University Press [1992] 2002), um hug -
takið auto/biography sjá t.d. bls. 127, um tengsl höfundar og viðfangs efnis sjá
t.d. bls. 162–163. Um tengsl og skörun forma sjá einnig vandað yfirlitsrit
Barböru Caine, Biography and History (Basingstok: Palgrave 2010), bls. 68–69 og
71–72. Jafnframt Rachel Morley, „Fighting Feeling“.