Saga - 2015, Page 129
Með öðrum orðum — við sjálf, uppruni okkar, reynsla og skoð -
anir, speglast á ýmsan hátt í verkum okkar, bæði á meðvitaðan og
ómeðvitaðan hátt, og við því eigum við að gangast. Um þetta hefur
til dæmis bandaríski sagnfræðingurinn kate Brown rætt á áhuga-
verðan hátt í grein um ritun nokkurs konar landfræðilegrar ævisögu
landsvæðis í Úkraínu. Brown rannsakaði sögu þessa land svæðis, ris
þess og hnignun (í kjölfar Tsjernobyl-slyssins), og að því leyti er frá-
sögnin eins og æviskeið. Brown lýsir því meðal annars hvernig hún
áttaði sig smám saman á því að hennar eigin ævisaga speglast í
þessu verki og áhuga hennar á risi og falli landsvæða og byggða.
Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum þar sem hún upplifði sem
barn og ung kona velmegun og hnignun atvinnu, borga og land -
svæða. Túlkun og ritun sögu, jafnvel einnig val á viðfangsefni, er
því oftar en ekki sprottið úr umhverfi og reynslu sagn fræðingsins.
Brown orðar það svo að ekki verði „horft framhjá þeirri staðreynd
að nánast öll góð sagnfræðiritun treystir á reynslu sagn fræðingsins,
á ævisögu sagnfræðingsins sjálfs, þegar kemur að því að fanga og
lýsa fortíðinni.“19
og hér mætti raunar nefna tvær erlendar ævisögur sem eru um
mæður sagnfræðinganna, kvennanna sem skrifa, og verða að ein-
hverju leyti ævisögur þeirra sjálfra. Þetta eru Landscape for a Good
Woman eftir Carolyn Steedman og Den röda grevinnan eftir yvonne
Hirdman. Bók Steedman kom út árið 1986 og er í senn um móður
hennar og aðstæður fólks í verkalýðsstétt í Lundúnum um miðja 20.
öld. Bókin sló í gegn og er yfirleitt nefnd í yfirlitsritum um ævisögur.
Bók Hirdman kom út árið 2010 og fjallar um móður hennar en
einnig sögu evrópu á fyrri hluta 20. aldar — og yvonne Hirdman
sjálfa eins og ég vík að síðar.
Ástin er blind
Svo eru það tilfinningarnar. Bandaríski sagnfræðingurinn Jill Lepore
segir í grein um sagnfræðinga sem elska of mikið að höfundar ævi-
sagna séu frægir að endemum fyrir að verða ástfangnir af viðfangs-
efni sínu. „Það er stórhættulegt að verða of nákomin söguhetju
sinni“, skrifar hún og lýsir því skemmtilega þegar hún sat á skjala-
ferð til fortíðar & sagnfræðingurinn 127
19 kate Brown, „A Place in Biography for oneself“. AHR Roundtable. Historians
and Biography, American Historical Review 114:3 (2009), bls. 596–605, tilvitnun
af bls. 599.