Saga - 2015, Side 133
svo er það tilurð skjalasafnsins (eða heimildanna) sem söguhetjan
lét eftir sig og hafði ef til vill ritskoðað fyrir dauða sinn eða afkom-
endur löngu síðar. Hvernig tekst fræðimaðurinn á við slíkar áskor-
anir? eða þar sem litlar heimildir eru til um lífið sem skrifað er
um?30 Svo eru fræðimenn sem vilja láta verk sín standa án nokkurra
útskýringa á því hvers vegna tiltekin leið var valin. Sigrún Pálsdóttir
hefur farið þessa leið í bókum sínum, Þóra biskups (2010) og Sigrún
og Friðgeir (2013). Hvorug bókanna er með for- eða eftirmála sem
skýra val eða aðferðir höfundar, en í grein í Sögu árið 2012 segir
Sigrún að í bókinni um Þóru hafi hún farið þá leið „að raða mark-
visst saman beinum tilvitnunum og textabrotum í þeim tilgangi að
opna heim sögunnar, lýsa tíðaranda og persónuleika söguhetjunnar
í gegnum tjáningu hennar. Þannig hefur tungumál heimildanna oft
meira vægi en efni þeirra.“ Höfundur verksins, fræðimaðurinn,
heldur sig aftur á móti til hlés og grípur „aðeins til skýringa þegar
ekki finnast önnur bréf eða aðrar samtímaheimildir sem geta gefið
bréfa- og dagbókarbrotum merkingu.“ Greiningin á efniviðnum er
þannig falin í textanum sjálfum, frásögninni, og niðurröðun heim -
ilda en ekki beinum útskýringum eða inngripi Sigrúnar, þó túlkunin
sé ávallt hennar.31 Báðar bækur Sigrúnar birta til dæmis gagnrýna
afstöðu hennar til ýmissa stórsagna þó hugtakið sé hvergi nefnt í
sjálfum textunum.
Fræðilegur grundvöllur ævisagna er því víða greinanlegur og
sést yfirleitt undir yfirborði textans og í meðferð heimilda. Það dylst
til dæmis engum að Björg byggist á ítarlegri rannsókn og kenning-
arlegum grunni. Hún sver sig í ætt við femíníska ævisagnagerð í
áherslu sinni á átök einka- og almannasviðs, á glímu konu við sam-
félagsleg viðhorf og eigin löngun til að stíga út fyrir ramma hins
ferð til fortíðar & sagnfræðingurinn 131
30 Hér má nefna eftirmála Guðna Th. Jóhannessonar í bók hans um Gunnar
Thoroddsen (2010). Dæmi um höfund sem í senn tekst á við og fagnar óreiðu
fortíðar er Matthías viðar Sæmundsson í bók sinni Héðinn, Bríet, Valdimar og
Laufey. Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar (2004). Í bók sinni Snorri á
Húsafelli (1989) tókst Þórunn valdimarsdóttir á við brotakenndar heimildir um
söguhetjuna. Hér má einnig benda á ágæta grein Ármanns Jakobssonar,
„Göfugur og stórbrotinn maður. Hannes Hafstein og sagnaritarar hans“,
Andvari XLvIII, 131 ár (2006), bls. 157–179, þar sem rætt er um mismunandi
aðferðir við (ævi)söguritun og mismunandi túlkanir á lífi sama mannsins,
Hannesar Hafstein.
31 Sigrún Pálsdóttir, „Hreyfimynd með hljóði frá 19. öld eftir Þóru Pétursdóttur“,
Saga L:2 (2012), bls. 113–128. Tilvitnanir af bls. 121.