Saga - 2015, Side 134
hefðbundna þar sem þó er ekki rými fyrir hana.32 en það eru ekki
fræðin sem slík sem eru tilefni hugleiðinga minna heldur spurning -
in um hversu sýnilegur fræðimaðurinn sjálfur á að vera eða má vera
í rannsókn sinni.33
Ég hef stundum nefnt í því samhengi áðurnefnda bók sænska
sagnfræðingsins yvonne Hirdman, Den röda grevinnan (Rauða greif -
ynjan), sem er ævisaga móður Hirdman en um leið saga evrópu:
tveggja styrjalda, byltingar, réttarhalda og ofsókna í Sovétríkjunum.
Fyrst og fremst er hún þó fjölskyldusaga, rannsókn og leit sem tekur
á vegna þess að það eru hálfsagðar sögur og ósagðar, jafnvel hræði -
leg fjölskylduleyndarmál um misnotkun, ofbeldi. Hirdman stígur
sjálf inn í frásögnina með fullt af tilfinningum og grætur á síðum
bókarinnar. Samt verða þessar tilfinningar aldrei of miklar eða
yfirþyrmandi. en þessi nálægð og tilfinningar ganga kannski upp af
því hún er að skrifa um móður sína og sitt eigið fólk. Það gefur
meira tilfinningalegt rými en þegar fjallað er um alls ótengdar
mann eskjur.34
Paula Backscheider heldur því fram að það sé sérkenni ævi -
sagna að aðeins um 20% tímans sem varið er í vinnslu þeirra fari í
sjálfar skriftirnar: Stærstur hluti tímans fer því í heimildaöflun og
úr vinnslu.35 Þessa eða hliðstæða skiptingu má vel heimfæra á sagn -
fræðirannsóknir yfirhöfuð. Dagar, vikur, mánuðir, ár á skjala söfn -
um, ferðir á slóðir söguhetjunnar. Greiða þarf úr misvísandi upp -
lýsingum, velja og hafna. Taka afstöðu. og á þessi vinna ekki að
sjást?
erla hulda halldórsdóttir132
32 Sbr. erla Hulda Halldórsdóttir, „Björg“, bls. 272–276; Susan Ware, „Writing
Women’s Lives: one Historian’s Perspective“, Journal of Interdisciplinary History
XL:3 (2010), bls. 417.
33 Nefna má í þessu samhengi að Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur
hefur gert markvissar tilraunir með texta og tilurð persónulegra heimilda í
nýlegum bókum sínum. Jafnframt hefur hann rætt um þau tilfinningalegu
áhrif sem nýjar og sláandi persónulegar upplýsingar um söguhetjur fyrri verka
hans höfðu á hann — upplýsingar sem kollvörpuðu öllum fyrri hugmyndum
um samband hjóna. Sjá Sigurður Gylfi Magnússon, Wasteland with Words. A
Social History of Iceland (London: Reaktion Books 2010); Sigurður Gylfi,
Magnússon og István M. Szijártó, What is Microhistory? Theory and Practice
(London: Routledge 2013).
34 yvonne Hirdman, Den röda grevinnan: En Europeisk historia (Stockholm:
ordfront [2010] 2012).
35 Paula R. Backscheider, Reflections on Biography, bls. 74.