Saga - 2015, Blaðsíða 140
hagur á tré og járn, drukknaði af Bakkabúðarhlein á Akranesi í maí
1863, frá konu og sex börnum. Hið sjöunda, langamma mín, fæddist
rúmum mánuði síðar.48
Þessi tenging, að forfaðir minn hafi búið inni á heimili Sigríðar
og henni meira að segja þótt svolítið vænt um hann, hefur tilfinn-
ingaleg áhrif á mig. Mig langar að skrifa þessa sögu inn í ævi
Sigríðar. Það yrði örstutt hliðarsaga, dæmi um mismunandi að -
stæður og kjör, um barn úr tvístraðri fjölskyldu. Frá þessu er hægt
að segja á „hlutlausan“ og ástríðulausan hátt. en kannski langar mig
einmitt að stíga inn sjálf af því hér eru tilfinningaleg áhrif, ég og
Sigríður tengdar á óvæntan hátt, og þá hefur þessi litla saga um
Jóhannes Skeggjason og örlög hans önnur áhrif — fær aðra merk-
ingu. og sögu má skrifa af ástríðu, eða eins og franski sagnfræðing-
urinn Denis Crouzet orðar það í viðtalsbók við bandaríska sagn -
fræðinginn Natalie Zemon Davis: „Fyrir þér er sagan ekki kalt og
ástríðulaust fagsvið þar sem sagnfræðingurinn stendur utan þess
sem hann rannsakar. Þvert á móti veitir þú tilfinningum rými í leit
þinni að fortíðinni.“49
Bréf til bróður míns
Munu lesendur bókarinnar um Sigríði, Bréf til bróður míns, hafa
áhuga á að lesa hugleiðingar um eitthvað svona? Hér skipta stíl-
brögð og færni höfundar auðvitað öllu máli — margra vikna vinna
er skorin niður í eina setningu eða tvær, eða fellur jafnvel alveg út.
Ég veit ekki hvernig mér mun takast til, hvort sagnfræðingur í leit
að fortíðinni og frásögnin af ævi Sigríðar eiga samleið þegar upp
er staðið. eða kannski fremur hve oft þær munu eiga samleið.
Bandaríski sagnfræðingurinn Alice kessler-Harris segir í grein
um ævisögur og sagnfræði að „staðreyndirnar“ (e. facts) séu gögnin
sem við sagnfræðingar notum, „en fagið byggir á túlkunarhæfileik-
um okkar, á því hve listilega okkur tekst að vefa nýjar og gamlar
erla hulda halldórsdóttir138
48 erla Hulda Halldórsdóttir, „Skikkanlegur forfaðir — Jóhannes Skeggjason“,
Sögublogg 15. nóvember 2013, http://sogublogg.blogspot.co.uk/2013/11/
skikkanlegur-forfair-johannes-skeggjason.html.
49 Natalie Zemon Davis, A Passion for History. Conversations with Denis Crouzet.
Þýdd úr frönsku af Natalie Zemon Davis og Michael Wolfe (kirksville: Truman
State University Press 2010), rafbók, kindle edition, loc 206.