Saga - 2015, Qupperneq 141
staðreyndir saman í sannfærandi rök.“50 Hér skipta semsagt stíl-
brögð okkar og túlkunarhæfileikar meginmáli. Heimildir finnst mér
reyndar betra orð en staðreynd, eða bara vitnisburður (e. evidence), því
margar heimildir sem við vinnum með eru ekki endilega það sem
við myndum kalla staðreynd heldur einmitt vitnisburður í tiltekn -
um tíma og rúmi. Staðreyndir breytast í takt við túlkun og tíðar -
anda, sagði virginia Woolf í The Art of Biography, einni af mörgum
ritgerðum sínum um ævisögur.51
Það er ekki eins og fortíðin liggi fyrir í heimildunum, hún fer í
allar áttir. Hún er í mörgum lögum og það fer eftir því hver horfir,
hvernig og hvaðan, hvað við sjáum.52 Þannig er það með ævisögur
eins og aðrar rannsóknir. Það þarf að velja, raða, túlka.53
en hvers vegna að velta fyrir sér stöðu sinni í fræðunum? Jú,
vegna þess að hún skiptir máli fyrir túlkun og niðurstöður. Það
skiptir máli fyrir allar okkar rannsóknir hvaðan við horfum og að
við gerum okkur grein fyrir hvað hefur áhrif á okkur. en það að
vinna með ævi fólks, líf, persónulegar heimildir, felur í sér bæði
möguleika og hættur. og að mínu viti eigum við að skrifa meira og
ræða meira um þær áskoranir sem í þessu felst. Það er hins vegar
auðvitað ákvörðun hvers og eins fræðimanns hvar og hvernig er
skrifað um ferðalagið til fortíðar eða um það sem gerist milli þess að
gömul bréf eru tekin úr kassa og þess að þau birtast í hlutum eða
heild sem líf á bók.
ferð til fortíðar & sagnfræðingurinn 139
50 Alice kessler-Harris, „Why Biography?“. AHR Roundtable. Historians and
Biography, American Historical Review 114:3 (2009), bls. 625–630, tilv. bls. 625.
51 virginia Woolf, „The Art of Biography“, Collected Essays by Virginia Woolf.
volume four (London: The Hogarth Press 1967), bls. 226.
52 Liz Stanley, The Auto/Biographical I, bls. 178.
53 Sjá til dæmis Hermoine Lee, Biography: A Very Short Introduction (oxford:
oxford University Press 2009), bls. 122.