Saga - 2015, Page 144
Hrefna hinn síðari, án þess þó að skilin séu skörp. Í minn hlut kom að lýsa
nokkrum megineinkennum ritgerðarinnar og fjalla um nokkur helstu
hugtök sem koma fyrir í henni. enn fremur fjalla ég um einstök verk sem
gegna veigamiklu hlutverki í fyrri hluta ritgerðarinnar, fram á 16. öld.
Fjögur rit eru þar í aðalhlutverki, öll frumsamin á latínu: Gesta Hamma -
burgensis ecclesiae pontificum eftir Adam frá Brimum, Historia de antiquitate
regum Norwagiensium eftir Theodoricus Monachus, Gesta Danorum eftir Saxo
Grammaticus og Historia de gentibus septentrionalibus eftir olaus Magnus.
I
Hér er um vandaða rannsókn að ræða, sem er skipulega uppbyggð og varp-
ar nýju ljósi á langt tímabil í sögu Íslands og Grænlands. vegna þess að
rannsóknin er í langsniði er hægt að greina þróun í stóru samhengi, eða „la
longue durée“ að hætti Annálaskólans franska. Þetta er mikilvæg rannsókn
með tilliti til þess hvernig þessar heimildir og frásagnir um Ísland verða
notaðar í framtíðinni og kemur þar að einhverju leyti í stað grundvallarrits
Þorvalds Thoroddsens, Landfræðissögu Íslands, sem upphaflega kom út á
árunum 1892–1904. Það rit er í ritgerðinni einmitt tekið sem dæmi um þá til-
hneigingu að nýta erlend rit um Ísland „sem frásagnarheimildir og leggja
dóm á þessi verk með hliðsjón af því hvort þau segi satt og rétt frá eða ekki“
(bls. 8). Í verki doktorsefnis er annað sjónarmið lagt til grundvallar þar sem
„heimildirnar eru einkum nýttar sem vitnisburður um hugsun og hug-
myndir á tilteknum tíma, þar sem áhersla er lögð á að tengja þær við
ákveðna hugmyndastrauma, hagsmuni og hefðir“ (bls. 9). Í því ljósi verður
að skoða rit Sumarliða; þar er lagt af stað með markmið sem er í megin-
atriðum annað en haft var að leiðarljósi við fyrri greiningar á þessum heim-
ildum. Á hinn bóginn er það ekki einföld iðja að greina hugsun fyrri alda
með hliðsjón af tilteknum heimildum sem endurspegla sýn tiltekinna ein-
staklinga. Að hvaða leyti er sú ímynd sem finna má í þessum ritum hluti er
nota má til að rannsaka einhverja heild (pars pro toto), hvort sem við miðum
við almennt hugarfar í anda Annálunga eða ríkjandi orðræðu á tilteknu
skeiði í anda Foucaults? Að hvaða marki er hún fulltrúi fyrir eitthvað annað
en sjálfa sig? enginn vafi er á því að doktorsefnið hefur tekist á hendur
metnaðarfullt verkefni þegar hann leitast við að varpa ljósi á þetta.
Nokkur nýmæli eru í ritinu að því er varðar hugtakanotkun. Grund -
vallarhugtökin sem doktorsefni notar við greiningu sína eru „ímyndir“
(e. images), „staðalmyndir“ (e. stereotypes) og „framandleiki“ (e. otherness).
Mark miðið er að greina ríkjandi ímyndir af Íslandi og Grænlandi á mismun-
andi tímum og þróun þeirra. Brugðið er upp ferskri sýn á hugmyndasögu-
legar staðalímyndir og tengingar þeirra í tíma og rúmi. vegna þess að heim-
ildirnar koma utan frá er framandleiki í lykilhlutverki. Í titli ritgerðar er
talað um tvær eyjar á jaðrinum og þannig stillt upp ákveðnum andstæðum.
andmæli142