Saga - 2015, Page 165
Þrátt fyrir þá þróun viðhorfa sem greind eru í bókinni var enginn ein-
hugur um hvort þessi lönd tilheyrðu hinum siðmenntaða heimi eða væru
samfélög villimanna. eins var staða þeirra innan danska veldisins á reiki þar
eð ekki var ljóst hvort litið skyldi á þau sem nýlendur eða ekki. Þau virtust
tilheyra evrópu en þó ekki alveg (bls. 17 og 22). oslund veltir fyrir sér hvaða
hugtök megi helst nota í þessu samhengi og bendir á hugtök eins og internal
colonialism, sem vísar til einhvers konar nýlendustefnu innan landamæra
ríkis. einnig geti verið gagnlegt að tala um það sem kallast demi-Orientaliza -
tion, sem ætti þá við svæði sem væri innan evrópu en samt ekki að fullu
evrópskt. (m.a. bls. 20 og 22).
Grænland krefst sérstakrar athugunar í þessari sögu og höfundurinn
gerir góða grein fyrir því sérstaka samhengi sem þar á við. Hún segir frá því
þegar Hans egede, fulltrúi danska veldisins, kom til Grænlands á fyrri hluta
18. aldar og ræðir þær væntingar sem sú heimsókn vakti. einnig hvernig
rætt er um Grænland í öðrum verkum á 18. og 19. öld og áhrif egede í því
samhengi. oslund sýnir vel hversu hugmyndin um gullöld í Grænlandi á
tímum norrænna manna hafði mikil áhrif. Hans egede setti málin þannig
fram að verkefnin í Grænlandi væru í raun fólgin í viðreisn fornra hátta.
Hann vildi vinna að því að finna og endurreisa kristindóm hjá norrænum
mönnum og koma atvinnuvegum í svipað horf og verið hefði þegar Græn -
land var land velsældar og smjör draup af hverju strái (m.a. bls. 88 og 90).
Þessi viðhorf, sem egede kynnti, urðu síðan mikilsráðandi fram á 19. öld en
eins og höfundurinn bendir á varð mikilvæg breyting á hugmyndum manna
um Grænland á þeim tíma. vonir um að finna norræna menn hurfu og þar
með var hætt að líta svo á að landið væri mögulegur vettvangur breytinga.
Þess í stað var gengið út frá því að aðstæður þar gætu vart breyst (bls. 98–
99). og það var sú afstaða til Grænlands sem varð ráðandi fram á 20. öld.
Bókin Iceland Imagined er traust, áreiðanleg og spennandi rannsókn.
Nokkrar athugasemdir vil ég þó gera. Höfundurinn heldur því fram að
egede hafi talið inúíta afkomendur norrænna manna. Það er kannski full-
mikið sagt. Hann telur þó mögulegt að einhverjir norrænir menn hafi blan-
dast inúítum (nogle af de norske være beblandede og naturaliserede) og
reyndi að sýna fram á skyldleika grænlensku og norrænna tungumála.
egede kom raunar með ýmsar tilgátur um uppruna inúíta, taldi þá jafnvel
eina af hinum týndu kynkvíslum gyðinga (sjá Hans egede, Det gamle Grøn -
lands Nye Perlustration, eller Naturel-historie [etc.] kaupmannahöfn 1741, bls.
6–9, 63, 94 og 116). oft var langt seilst til þess að reyna að finna viður -
kenndan uppruna þjóða og koma þeim þar með í hóp fólks sem gæti að
minnsta kosti öðlast siðmenningu. og það taldi egede vissulega að væri
unnt, enda var það forsenda fyrir veru hans í landinu. Hefði hann lýst inú-
ítum þannig að ekki væri mögulegt að siðmennta þá sökum villimennsku
þeirra, eins og margir aðrir gerðu raunar, var sjálfhætt fyrir hann að boða
þar trú og reka starfsemi í Grænlandi.
ritdómar 163