Saga - 2015, Page 166
oslund nefnir nánast ekki leitina að norðvesturleiðinni til Austur-Asíu
og er það einkennilegt í ljósi þess að hún var eitt helsta viðfangsefni land-
könnuða með vesturströnd Grænlands á fyrri hluta 19. aldar (bls. 94–95). Ég
vil einnig nefna umfjöllun hennar um verk þýska landkönnuðarins Adams
olearius sem hún notar til vitnis um lýsingar á inúítum sem grófum og
siðlausum villimönnum (bls. 92). eftir athugun mína á verki oleariusar í
öðru samhengi, og einmitt á umræddri tilvitnun, áttaði ég mig á því að
viðkomandi lýsing oleariusar er tekin nánast orðrétt upp úr öðru verki.
Hún er úr þekktri umfjöllun franska fræðimannsins Isaacs de la Peyrère um
Grænland frá því um miðja 17. öld. La Peyrère kom aldrei til Grænlands en
byggði þessa staðhæfingu sína á textum landkönnuða frá því um 1600. Ég
nefni þetta hér vegna þess að olearius lýsir einnig beinum kynnum af inú-
ítum og þá hefur frásögn hans allt annan og jákvæðari blæ. Þessi umfjöllun
oleariusar er því gott dæmi um það hvernig sú hefð að lýsa inúítum sem
siðlausum villimönnum togast á við hina raunverulegu reynslu höfundar.
karen oslund fjallar um afstöðu landkönnuða á Grænlandi til inúíta,
ekki síst í ljósi þess að búnaður og tól heimamanna reyndust vitaskuld mun
betur en sá búnaður sem gestirnir höfðu meðferðis. Heimamenn höfðu
greinilega yfirburði á sumum eða jafnvel flestum sviðum. Hún heldur því
fram, og hefur eftir bandaríska fræðimanninum Francis Spufford, að breskir
landkönnuðir hafi gjarnan sleppt því að fjalla um hæfni og góða tækni
Grænlendinga en það hafi hins vegar iðulega verið gert í umfjöllunum
danskra höfunda (bls. 96–97). Hér get ég ekki verið alveg sammála. Í athug-
unum mínum á verkum breskra höfunda hef ég iðulega séð frásagnir þar
sem farið er viðurkenningarorðum um búnað og hæfni Inúíta þó að sam -
hliða hafi einnig verið lögð áhersla á hversu frumstætt þetta fólk væri.
Ísland og eyjarnar í norðri eru ekki lengur exótískar eyjar, þær eru
nútímasamfélög. Það sýnir karen oslund okkur fram á. efasemdir um það
skjóta þó enn upp kollinum og höfundurinn tekur tvö dæmi úr íslenskri
samtímasögu því til stuðnings, umræðu um hvalveiðar Íslendinga annars
vegar og fyrirtækið Decode hins vegar. Hún sýnir fram á hversu algeng sú
tilhneiging er í orðræðu um Ísland að fjalla um það sem „annað“ svæði, að
Íslendingar séu enn náttúrubörn og ólíkir hinum nútímalegu samfélögum í
evrópu, ekki síst þegar hagsmunir krefjast þess. Sams konar hagsmuni má
sjá í tengslum við túrismann, sem nú er að verða einn helsti atvinnuvegur á
Íslandi, þar sem ríghaldið er í gamlar exótískar hugmyndir um Ísland vegna
þess að það eru þær sem selja og eru vinsælar í fjölmiðlum. Það er alveg rétt
hjá karen oslund að Ísland er nútímasamfélag, í öllum aðalatriðum svipað
og nágrannalöndin. en það er samt enn exótískt vegna þess að hefðir breyt-
ast ekki auðveldlega og gamlar hugmyndir um ævintýraeyju langt í norðri
endast vel og er jafnan viðhaldið.
Sumarliði Ísleifsson
ritdómar164