Saga


Saga - 2015, Page 166

Saga - 2015, Page 166
oslund nefnir nánast ekki leitina að norðvesturleiðinni til Austur-Asíu og er það einkennilegt í ljósi þess að hún var eitt helsta viðfangsefni land- könnuða með vesturströnd Grænlands á fyrri hluta 19. aldar (bls. 94–95). Ég vil einnig nefna umfjöllun hennar um verk þýska landkönnuðarins Adams olearius sem hún notar til vitnis um lýsingar á inúítum sem grófum og siðlausum villimönnum (bls. 92). eftir athugun mína á verki oleariusar í öðru samhengi, og einmitt á umræddri tilvitnun, áttaði ég mig á því að viðkomandi lýsing oleariusar er tekin nánast orðrétt upp úr öðru verki. Hún er úr þekktri umfjöllun franska fræðimannsins Isaacs de la Peyrère um Grænland frá því um miðja 17. öld. La Peyrère kom aldrei til Grænlands en byggði þessa staðhæfingu sína á textum landkönnuða frá því um 1600. Ég nefni þetta hér vegna þess að olearius lýsir einnig beinum kynnum af inú- ítum og þá hefur frásögn hans allt annan og jákvæðari blæ. Þessi umfjöllun oleariusar er því gott dæmi um það hvernig sú hefð að lýsa inúítum sem siðlausum villimönnum togast á við hina raunverulegu reynslu höfundar. karen oslund fjallar um afstöðu landkönnuða á Grænlandi til inúíta, ekki síst í ljósi þess að búnaður og tól heimamanna reyndust vitaskuld mun betur en sá búnaður sem gestirnir höfðu meðferðis. Heimamenn höfðu greinilega yfirburði á sumum eða jafnvel flestum sviðum. Hún heldur því fram, og hefur eftir bandaríska fræðimanninum Francis Spufford, að breskir landkönnuðir hafi gjarnan sleppt því að fjalla um hæfni og góða tækni Grænlendinga en það hafi hins vegar iðulega verið gert í umfjöllunum danskra höfunda (bls. 96–97). Hér get ég ekki verið alveg sammála. Í athug- unum mínum á verkum breskra höfunda hef ég iðulega séð frásagnir þar sem farið er viðurkenningarorðum um búnað og hæfni Inúíta þó að sam - hliða hafi einnig verið lögð áhersla á hversu frumstætt þetta fólk væri. Ísland og eyjarnar í norðri eru ekki lengur exótískar eyjar, þær eru nútímasamfélög. Það sýnir karen oslund okkur fram á. efasemdir um það skjóta þó enn upp kollinum og höfundurinn tekur tvö dæmi úr íslenskri samtímasögu því til stuðnings, umræðu um hvalveiðar Íslendinga annars vegar og fyrirtækið Decode hins vegar. Hún sýnir fram á hversu algeng sú tilhneiging er í orðræðu um Ísland að fjalla um það sem „annað“ svæði, að Íslendingar séu enn náttúrubörn og ólíkir hinum nútímalegu samfélögum í evrópu, ekki síst þegar hagsmunir krefjast þess. Sams konar hagsmuni má sjá í tengslum við túrismann, sem nú er að verða einn helsti atvinnuvegur á Íslandi, þar sem ríghaldið er í gamlar exótískar hugmyndir um Ísland vegna þess að það eru þær sem selja og eru vinsælar í fjölmiðlum. Það er alveg rétt hjá karen oslund að Ísland er nútímasamfélag, í öllum aðalatriðum svipað og nágrannalöndin. en það er samt enn exótískt vegna þess að hefðir breyt- ast ekki auðveldlega og gamlar hugmyndir um ævintýraeyju langt í norðri endast vel og er jafnan viðhaldið. Sumarliði Ísleifsson ritdómar164
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.