Saga


Saga - 2015, Side 167

Saga - 2015, Side 167
Þorleifur Friðriksson, vIÐ BRÚN NÝS DAGS. SAGA veRkA MANNA - FÉLAGSINS DAGSBRÚNAR 1906–1930. Sagnfræðirannsóknir 19. efling stéttarfélag, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. Reykjavík 2007. 394 bls. Myndir, mynda- og nafnaskrá. Þorleifur Friðriksson, DAGAR vINNU oG voNA. SAGA veRkA- MANNAFÉLAGSINS DAGSBRÚNAR Í kRePPU oG kÖLDU STRÍÐI. Sagnfræðirannsóknir 21. efling stéttarfélag, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. Reykjavík 2012. 468 bls. Myndir, mynda-, nafna- og atriðaskrá. Þótt stétt íslenskra sagnfræðinga sé á margan hátt aðsópsmikil og láti tölu- vert til sín taka með ýmsum hætti á opinberum vettvangi, þá er ekki oft sem birtast jafn þýðingarmikil verk og þær tvær bækur sem hér eru rit- dæmdar. Á ferð eru sagnfræðiverk sem flokka verður með því allra besta sem komið hefur fram á síðari áratugum innan fagsins. Sagan sem hér er sögð er náttúrlega afar áhrifarík og átakamikil enda segir hún frá upphafi verkalýðshreyfingar á Íslandi og þeim sviptivindum sem hún gekk í gegn- um fram yfir miðja 20. öld. Dagsbrúnarmenn — og já, þetta voru eingöngu karlar þó svo að konur hafi gengið í sömu störf og þeir fyrstu áratugina — stóðu lengi í fylkingarbrjósti hreyfingar verkafólks á Íslandi og félag þeirra þróaðist um margt á mjög áhugaverðan hátt sem höfundur bókanna beggja, Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur, rekur af kostgæfni. verkalýðssaga hefur átt undir högg að sækja síðustu 20 árin samhliða því að almennar áherslur sagnfræðinga færðust frá félagssögunni og yfir í menningarsöguna nýju. Níundi áratugur 20. aldar var tími félagssögunn- ar á Íslandi og henni fylgdi áhugi á alþýðufólki og sögu þess. Áratuginn á undan höfðu þessi fræði — stéttarsaga hvers konar — þróast úti í evrópu og í Bandaríkjunum undir áhrifum marxískra fræða. Óhætt er að fullyrða að þær fræðilegu áherslur hafi á margan hátt verið birtingarmyndir nýs tíma í sagnfræði. Með megindlegri greiningu heimilda var nú farið að draga fram í dagsljósið stóra hópa fólks, sem fram að því hafði farið hljótt í verkum sagnfræðinga. og það sem meira var: þessum hópi alþýðufólks var teflt fram sem gerendum í hinni sögulegu framvindu. Með öðrum orðum hafði þarna orðið gjörbreyting í áherslum sagnfræð inga gagn- vart viðfangsefnum sem tengdust hversdagslífi alþýðufólks. Saga verka- lýðsins varð mál málanna. Þegar hins vegar kom fram á tíunda áratug 20. aldar fjaraði undan þessum áherslum, meðal annars fyrir tilstuðlan póst- módernískra áherslna í fræðum og vísindum sem beindu sjónum fræði- manna meira í átt að einstaklingsmiðaðri nálgun á fortíðina. Hin eigind- lega nálgun fékk þá byr undir báða vængi og huglæg reynsla fólks varð mikils metin. ritdómar 165
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.