Saga


Saga - 2015, Síða 171

Saga - 2015, Síða 171
fessor emeritus (fyrri bókin), og Helga Þorlákssyni, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands (síðari bókin), en báðir eru þekktir fyrir nákvæmni og vandvirkni. Þess hafa bækurnar báðar notið. Þeim fylgja ítarlegar heimilda- skrár, myndaskrár, óvenjunákvæmar nafna- og hugtakaskrár (sem eru mikils virði), skrá yfir stjórnarmenn og aðra trúnaðarmenn Dagsbrúnar. einnig fylgir annáll tímabila beggja bókanna og loks samantekt á ensku. Samræmi er í hönnun bókakápa sem gefur til kynna samhengi verkanna þó svo að höfundur leggi áherslu á sjálfstæði þeirra (II: Formáli). Hér er með öðrum orðum eins vel að verki staðið og hægt er að ætlast til í svona verki. Lesendur þessa ritdóms ættu ekki að velkjast í vafa um að ég hef hrifist af þessum bókum báðum. Ég flokka þær hiklaust með allra áhugaverðustu verkum sem út hafa komið í íslenskri sagnfræði á síðustu áratugum. Það er þó ekki þar með sagt að ég samþykki öll rök Þorleifs í verkinu. Ég á til dæm- is bágt með að fallast á þá röksemdafærslu að bændur og verkamenn hafi sameinast um hófsamar launakröfur þeirra síðarnefndu vegna þess að menn óttuðust fólksflutninga til bæjarins ef launin hækkuðu mikið. Ég held að það séu miklu flóknari ástæður fyrir þessum samhljómi hópanna tveggja í árdaga Dagsbrúnar. Staðreyndin er sú að bændur höfðu nær allan síðari hluta 19. aldar óttast breytta stöðu vinnuhjúa, til dæmis kröfuna um aukna menntun karla og kvenna. vesturheimsferðir og fjölgun þéttbýlisstaða ýttu undir þennan ótta við breytingar. Ólafur heitinn Ásgeirsson sýnir einmitt fram á svo ekki verður um villst, í bók sinni Iðnbylting hugarfarsins (1988), að línurnar í stjórnmálum þessa tímabils voru mjög mótaðar af afstöðunni til samfélagsformanna tveggja: dreifbýis og þéttbýlis. Leiðtogar sósíalista lögðu meðal annars til að verkafólk yrði flutt á ný til sveita þegar hungur og vosbúð knúði dyra í þéttbýlinu. Þorleifur bendir á að fyrstu forystumenn Dagsbrúnar hafi verið búfræðingar og sú staðreynd dragi einmitt fram þessi tengsl við hagsmuni bænda. Ég er hins vegar sannfærður um að verkafólkið sjálft, þessi hópur sem Þorleifur keppist við að fjalla sérstaklega um, hefur ekki fallist á þessi rök með nokkru móti. Aðstæður þess buðu ekki upp á slíkan mannjöfnuð. Þegar allt kom til alls voru samfélagsformin tvö, sem að framan eru nefnd, svo samgróin að varla er hægt að gera þar skarpan greinarmun. Þórunn valdimarsdóttir skrifaði einmitt bókina Sveitin við sundin (1986) þar sem fram kemur að Reykjavík var eitt stórt sveitaþorp fram að seinna stríði þar sem gríðarlega mikil landbúnaðarframleiðsla þreifst. Sjálfur sýni ég fram á í bókinni Lífshættir í Reykjavík, 1930–1940 (1985) að aðstæður fólks til sjálfsbjargar voru allt aðrar hér á landi en víða erlendis í borgum vegna nálægðar fólks hér við sveitasamfélagið. Með öðrum orðum: Þorleifi hættir til — eins og mörgum kollegum okkar — að mikla þær breytingar sem verða á tímabili fyrri bókarinnar, það er að segja fram að 1930 og jafnvel lengur. Ég er þeirrar skoðunar að það sé heldur engin þörf á að draga þessar skörpu línur sem mér virðist hann gera; samfélagið gengur í gegnum viss ritdómar 169
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.