Saga - 2015, Síða 177
Helga Guðrún Johnson, SAGA ÞeIRRA, SAGAN MÍN: kATRÍN STeLLA
BRIeM. JvP. Reykjavík 2014. 404 bls. viðaukar, myndaskrá, heimilda-
skrá, mannanafnaskrá.
„Tilvera okkar er undarlegt ferðalag“, orti Tómas Guðmundsson skáld og
víst er að þessi vegferð hefur valdið mörgum heilabrotum. Að einhverju
leyti virðist sem ákveðið endurlit sé manneskjunni nauðsynlegt til þess að
skilja og skýra stöðu sína í heiminum. Að minnsta kosti er ljóst að þegar á
ævina líður finna margir fyrir þörf til að skýra betur sjálfsmynd sína með
því að safna saman upplýsingum um ættmenni og dvalarstaði fjölskyldunn-
ar. endurlitið felst þá gjarnan í því að raða saman minningabrotum, sínum
og annarra, kannski með hjálp fjölskyldusagna, ljósmynda og annarra heim-
ilda. Þráin eftir heildstæðri sjálfsmynd verður oft uppspretta sjálfsævisagna
og endurminningarita en stöku sinnum fær viðkomandi skrásetjara í lið
með sér til að skrifa sögu sína. Skrásetjarinn getur þá alloft orðið að virkum
höfundi sem skapar með verki sínu nýjan skilning og túlkun á ævi þess sem
í hlut á. Skilin á milli höfundar og aðalpersónu geta þannig stundum verið
óljós og sú er einmitt raunin í þeirri bók sem hér er til umfjöllunar, eins og
síðar verður komið að.
Í ævisögu katrínar Stellu Briem, Saga þeirra, sagan mín, er ljóst að aðal-
persónan hefur lagt á sig töluverða heimildavinnu, sem höfundur verksins,
Helga Guðrún Johnson, lýsir á einum stað með eftirfarandi hætti: „katrín
Stella Briem situr við borð þakið pappírum, ljósmyndum, bókum og litlum
kössum með minnismiðum. Bunkarnir eru heldur óskipulegir og það er
óreiða á minningunum. en katrín Stella, sem gengur undir gælunafninu
kanda, er byrjuð að flokka og skrá með það að markmiði að finna út
hvernig hún varð að þeirri konu sem hún heilsar í speglinum á hverjum
degi“ (bls. 11).
Þáttur kvenna hefur ekki verið ýkja mikill í stórsögunni enda var sögu-
ritun lengst af í höndum karla sem lögðu mesta áherslu á stofnanir sam-
félagsins og þá karlmenn sem veittu þeim forstöðu. „Hitt kynið“, eins og
Simone de Beauvoir nefndi fræga bók sína, kom þar lítt við sögu nema þá
helst sem skuggar eiginmanna. Á síðustu áratugum hefur áherslan vissu -
lega breyst og beinist nú meira að svokölluðum jaðarhópum samfélagsins,
þ.e. alþýðufólki, konum og börnum, hópum sem áður þóttu ekki eiga erindi
á spjöld sögunnar. Ævisaga köndu er einmitt mikilvægt framlag til þeirrar
viðleitni að skrifa konur inn í söguna og dýpka þannig skilning okkar á
framvindu hennar.
Þótt bókin sé fyrst og fremst ævisaga köndu er hún ekki síður fjöl-
skyldusaga, með áherslu á ævi þriggja kvenna en auk þess vörðuð atburð -
um úr mannkynssögunni sem höfundur fléttar saman við sögur kvennanna.
Bókin skiptist í sjö meginkafla og eru fyrstu tveir kaflarnir helgaðir ömmu
ritdómar 175