Saga - 2015, Side 190
Gögnin sem birt eru varða níu karlmenn og 13 konur í ofannefndum
sóknum, en í viðauka (bls. 305–309) eru birt nöfn og staða 70 fullorðinna
sem létust í sóknunum á tímabilinu 1822–1851. Bókin, Hvítur jökull snauðir
menn, er að sínu leyti stórfróðlegt úrval eða sýnishorn sem birtir í hverju eig-
ur þessa fólks voru fólgnar og hvað varð um þær fyrst eftir lát eigendanna.
Hver og einn einstaklingur stóð í sínu þrepi mannfélagsstigans: bændur,
ýmist búandi karlmenn eða búandi ekkjur, húsfreyjur, ráðskona, húsmaður,
húskona og loks vinnumenn og vinnukonur. verulegur eignamunur var
milli þessa fólks; geigvænlegt gap milli velmegandi bónda og útslitinnar
tökukellingar. eins og við er að búast lét vinnufólkið fátt annað eftir sig en
guðsorðaskruddu, klæðnað, hirslu, rekkjubúnað, reiðtygi, hest og tvær eða
þrjár ær með lömbum. Þetta var aleiga þess, flestallir munir heimaunnir. Í
eignaskrám bænda er vitaskuld mun fleira og annað upp talið í gripum,
kvikfé og húsum og virðast þær skrár sýna að bændurnir hafi verið vel
bjarg álna, eign hvers þeirra er metin einhvers staðar á bilinu 300–750 ríkis-
bankadalir. eign hvers vinnumanns eða vinnukonu er hinsvegar metin á
innan við eitt hundrað ríkisbankadali. Mun fleiri dánarbúsuppskriftir
bænda eru raunar birtar í bókinni en vinnufólks; af þeim sökum er ef til vill
hæpið að taka upp orðin „snauðir menn“ í bókartitil. orðabækur gefa
orðinu „snauður“ merkinguna „allslaus, fátækur“, sem ekki getur átt við
bændur sem eiga alklæðnað og búsgögn, alfæra smiðju, kýr, yfir þrjátíu
mylkar ær, sauði og lömb, allt upp í 13 hross með öllum reiðskap, mat í búri,
jafnvel jarðarpart og yfir 20 guðsorðabækur í skáp.
Taka má heilshugar undir þau orð MJ (bls. 36) að fullvíst er að textarnir
í þessari bók munu nýtast við athuganir á fjölmörgum atriðum er varða
híbýli, verkfæri, klæðnað, mataráhöld, húsbúnað o.fl. í lifnaðarháttum
Íslendinga á fyrri tíð og þá ekki síst til athugana á lífsskilyrðum fólks í efstu
sveitum Borgarfjarðar á 19. öld. Nefna má lítið dæmi: Á þónokkrum stöðum
í skránum koma fyrir skógaraxir og sniðlar, orð sem ekki er ónýtt að hafa
þegar skógasaga Borgarfjarðar verður samin. Þá er afar fróðlegt að lesa
bókaeign fólksins úr skránum og um silkiofinn kvenklæðnað, velgenga og
klárgenga hesta og mislitar kýr, um rokkaeign og tóbaksnotkun. og margt,
margt fleira. Framlag MJ með þessari bók er afar lofsvert og að því er virðist
er hér vel að verki staðið í hvívetna.
Guðrún Ása Grímsdóttir
ritdómar188