Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 192

Saga - 2015, Blaðsíða 192
að vísu stutt umfjöllun en mikilvæg til að setja verkalýðsbaráttuna í sam- hengi þjóðfélagsaðstæðna, bæði hér á landi og erlendis. Það slær lesandann frá fyrstu köflum verksins hversu frumstæðar að - stæður íslensks verkafólks voru á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar — vinna stopul, aðstæður afar erfiðar og kjörin lök — enda var Ísland eitt fátækasta svæði evrópu á þeim tíma. vegferð Íslendinga á tuttugustu öld- inni, frá fátækt til bjargálna og velsældar, var því löng og uppgangurinn hraður, sérstaklega frá og með árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í verki Sumarliða má því greina mikilvæga þætti nútímavæðingarinnar á Íslandi, þó fleira komi auðvitað við sögu þeirra víðtæku breytinga svo sem tækniþróun, aukin menntun, menning og stjórnmál. Stjórnmál leika þó afar stórt hlutverk í sögu Sumarliða, enda var verkalýðshreyfingin öðrum þræði sprottin af pólitískum rótum og lék lengst af stórt hlutverk á leikvangi stjórnmálanna, einnig eftir að formleg skil urðu milli Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins árið 1940. Án þessa sjónarhorns alþýðunnar og verka - lýðshreyfingarinnar væri saga nútímavæðingar á Íslandi afar takmörkuð og ófullnægjandi. Sumarliði fjallar um alla mikilvægustu þætti lífskjaranna og lífsháttanna: kaup, vinnutíma og önnur starfstengd réttindi, atvinnu og atvinnuleysi, tryggingar (alþýðutryggingar og almannatryggingar), húsnæðismál, frítíma og orlof, vinnuaðstæður, öryggi og aðbúnað, lífeyri og almenn velferðarmál. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar við mótun framfara á hinum ýmsu svið - um vinnunnar og lífskjaranna er vendilega rakið, stundum svolítið þó á kostnað annarra áhrifavalda á borð við tækniþróun, menntun og víðtækari stjórnmálaáhrif en þau sem beinlínis tengdust verkalýðshreyfingunni. Þá gerir höfundur ítarlega grein fyrir því hvernig þróunin var ólík á Reykjavíkursvæðinu og á landsbyggðinni og hann gerir jafnréttismálum kynjanna og alþjóðlegum áhrifum góð skil. eitt af því sem slær lesandann er hversu seint verkalýðshreyfingin lét sig stöðu kvenna einhverju varða. Það var fyrst eftir að atvinnuþátttaka kvenna tók að aukast umtalsvert, eftir 1960, að eitthvað þokaðist til hagsbóta fyrir vinnandi konur. Á tíma Hanni - bals valdimarssonar sem forseta ASÍ, á sjötta áratugnum, urðu samt nokkur umskipti í jafnréttismálum kynjanna. Framgangur þeirra innan hreyfingar- innar var þó hægur framanaf. Umbótum í launamálum kvenna miðaði líka hægt í fyrstu og að sumu leyti einnig eftir að ASÍ-félögin fóru að sinna þeim af meiri krafti. Það var ekki einungis að verkalýðshreyfingin hafi upphaf - lega mótast sem hreyfing verkakarla heldur gætti þar, eins og í samfélaginu almennt, íhaldssemi gagnvart breytingum á stöðu kvenna. Þetta hefur þó batnað umtalsvert á síðustu áratugum. Þá setur Sumarliði víða stöðu og þróun verkalýðsmálanna í samhengi við þróunina hjá öðrum þjóðum, einkum hinum Norðurlandaþjóðunum. Þó þar sé ekki um skipulegan né víðtækan samanburð að ræða er mikið gagn að slíkum almennum samanburði við grannríkin í verki sem þessu. ritdómar190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.