Saga - 2015, Side 194
Þó seinna bindið sé þannig heldur þyngra aflestrar er þar víðast sami
stíll og framsetning og í fyrra bindinu. Þannig eru þar ágætir og ítarlegir
kaflar um félagsleg réttindi og félagslíf, þróun kjara og efnahags 1960 til
2010 og jafnréttismál og lífeyrissjóði. Meira fann ég fyrir því í seinna bindinu
að heimildaöflun hefði mátt vera víðtækari, með meiri notkun efnis úr
öðrum áttum en af vettvangi sagnfræðinnar, en það er kannski ósanngjarnt
að ætlast til slíks.
Í seinna bindinu fann ég líka meira fyrir hnökrum, flestum smávægileg-
um þó. Til dæmis er þar sagt á bls. 17, í umfjöllun um kjaramál eftir 1960, að
á árinu 1963 hafi verið tekin upp umræða við stjórnvöld um að koma kjara-
málum í annan farveg en verið hafði. „Tekin voru upp formleg samráð með
markmið um að vinna að bættum hag almennings með því að stytta vinnu-
tíma, lengja orlof, auka vinnuvernd og gera átak í húsnæðismálum.“ Síðan
segir: „Næstu ár hélt þetta samráð áfram, ekki síst á sviði húsnæðis- og
atvinnumála. Friðvænlegra varð á vinnumarkaði en verið hafði og kom ekki
til almennra verkfalla fyrr en í efnahagskreppunni 1968.“ Það sem sagt er
um samráðin er vissulega rétt, ekki síst um húsnæðismálin (sbr. miklar hús-
byggingar fyrir lágtekjufólk í Breiðholti frá 1965), en það er villandi og ekki
í samræmi við það sem fram kemur í kaflanum um kjaramál og efnahagslíf
síðar í bindinu að friðvænlegra hafi verið frá 1963 til 1968 en áður. víðtæk
verkföll voru bæði í desember 1963 (t.d. meiri en á árinu 1961) og einnig
voru talsverð verkföll á árinu 1965. viðreisnarstjórnin hafði byrjað feril sinn
upp úr 1960 með mikilli kjaraskerðingu og átök við verkalýðshreyfinguna
voru mjög einkennandi mestallan sjöunda áratuginn og náðu hámarki frá
1968 til 1970, eins og fram kemur skilmerkilega síðar í bindinu.
Í inngangi að seinna bindinu (bls. 9), í lauslegri umfjöllun um óðaverð -
bólgu og átök tímabilsins frá 1970 til um 1990, gæti það einnig misskilist
þegar sagt er í því samhengi að „verkafólk fékk sjaldnast aukinn kaupmátt
nema rétt um stundasakir.“ Það er að vísu rétt að miklum kauphækkunum,
sem oft komu í kjölfar gengisfellinga sem höfðu skert kaupmátt umtalsvert,
var gjarnan svarað með enn annarri gengisfellingu sem rýrði kaupmátt á ný.
Menn tala iðulega um víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags en mættu alveg
eins tala um víxlverkun gengislækkana og kauphækkana.
Þegar kaupmáttarþróun bæði launa og ráðstöfunartekna heimilanna er
skoðuð fyrir allt tímabilið frá um 1960 til 1987, sem almennt var tímabil
óvenjumikilla kjaraátaka og verðbólgu, sést að það var einnig tímabil hinna
mestu kjarabóta fyrir almenning. Bæði var hagvöxtur mikill á þessum tíma
og einkaneysla jókst óvenjumikið. kaupmáttur ráðstöfunartekna heimil -
anna jókst þá meira en bæði fyrr og síðar (sjá Stefán Ólafsson, „Íslenska
efnahagsundrið. Frá hagsæld til frjálshyggju og fjármálahruns“, Stjórnmál
og stjórnsýsla 4:2 (2008), bls. 231–256). Þetta kom til af því að þrátt fyrir
miklar sviptingar og tíðar kjaraskerðingar jókst kaupmátturinn iðulega
mikið á hagvaxtarárunum og oft meira en þjóðarframleiðsla á mann (sbr.
ritdómar192