Saga - 2015, Page 197
UNDeRSTANDING eURoPeAN MoveMeNTS. NeW SoCIAL
Move MeNTS, GLoBAL JUSTICe STRUGGLeS, ANTI-AUSTeRITy
PRoTeST. Ritstjórar Cristina Flesher Fominaya og Laurence Cox.
Routledge. New york 2013. 263 bls.
Sú pólitíska og félagslega kreppa í evrópu sem fylgdi í kjölfar fjármála-
kreppunnar 2008 hafði mikil áhrif á hvernig almenningur skynjar stjórn-
málakerfi evrópu og lýðræði. Baráttuhreyfingin fyrir alheimsréttlæti (BAR,
e. The Global Justice Movement) og tengdar hreyfingar gegndu lykilhlutverki
í breyttum skilningi almennings á lýðræðishugtakinu. Þúsundir manna tóku
þátt í borgaralegri óhlýðni og beinum mótmælaaðgerðum gegn valdaelítu
stjórnmálanna og atvinnulífsins og niðurskurðarstefnu hennar. Milljónir
fylgdust náið með mótmælunum og þeim hreyfingum sem stóðu í farar-
broddi uppreisnanna, jafnt í hefðbundnum fjölmiðlum, á veraldarvefnum
og í gegnum ýmsa félagsvefi. Þar að auki átta fræðimenn sig nú betur en
áður á því hversu algildar kenningar (e. grand theories) um hinar „nýju
félagslegu hreyfingar“ eru óraunsæjar. Slíkar kenningar eru ríkjandi innan
fræðanna en þær gefa sér að samfélög samtímans einkennist af svo víðtækri
samfélagslegri sundurgreiningu að stéttaátök skipti nú orðið litlu máli í
samfélagsþróuninni. Þessar kenningar líta framhjá sögulegum, félagslegum
og menningarlegum rótum félagslegra hreyfinga samtímans. Þær eru því
ófærar um að greina hvernig hreyfingarnar verða til sem samsteypur og
samstarfsheildir sundurleitra aðila sem berjast gegn staðbundnu, félagslegu
og efnahagslegu óréttlæti: óréttlæti sem er afleiðing af gangverki alþjóðlegs
fjármálakapítalisma.
Hin mikla aukning beinna aðgerða og mótmæla undanfarinna ára hefur
verið einskonar námsferli fyrir aðgerðasinna, fræðimenn og almenning.
Understanding European Movements er afbragðsgott framlag til þessa náms-
ferlis. Í henni eru birtar fjölmargar tilviksrannsóknir á mótmælum og hreyf-
ingum í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Íslandi,
Ítalíu, Rúmeníu, Spáni, Ungverjalandi og Þýskalandi.
Tilviksrannsóknirnar eru áhugaverðar fyrir almenning því þær segja
baksviðssögu margvíslegra beinna aðgerða og mótmæla í evrópu, skýra
aðdraganda aðgerðanna, hvaða hreyfingar skipulögðu þær og hvernig þær
R I T F R e G N I R