Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 8
7
Til lesenda Strandapóstsins
Ritnefnd Strandapóstsins þakkar velunnurum ritsins fyrir góðar móttökur
á síðasta ári og einnig þökkum við þeim sem lögðu til efni í þetta rit.
Þegar þriðji árgangur Strandapóstsins er skoðaður er gaman að lesa orð
ritnefndar í því riti. Þau orð eiga alveg jafn vel við í dag og þau gerðu þá og
viljum við gera þeirra orð að okkar:
,,Við lítum svo á, að „Strandapóstuinn“ eigi að vera hirzla andlegra
verðmæta af Ströndum, sem ennþá má bjarga frá glötun og gleymsku,
verðmæta, sem tengja fortíð við nútíð, kynslóð við kynslóð. Okkur
segir svo hugur um, að margir alþýðumenn og fræðaþulir lumi á
ýmsu, sem til gullkorna verði talið. Vonum við, að „Strandapósturinn“
vinni traust þeirra smátt og smátt og þeir vilji trúa honum fyrir
varðveizlu minninga sinna um menn og málefni frá fyrri tíð, sem að
öðrum kosti yrði gleymsku kvörn tímans að bráð.“
(Strandapósturinn, 3. árgangur, 1969).
Með góðum kveðjum,
ritnefnd Strandapóstsins
Birna Hugrún
Bjarnardóttir
Kristín
Einarsdóttir
Guðrún
Valgerður
Haraldsdóttir
Svanhildur
Guðmundsdóttir
Jóna Ingibjörg
Bjarnadóttir
Marta Guðrún
Jóhannesdóttir
Leiðrétting
Í síðasta riti, 52. árgangi, í grein Guðbrands Sverrissonar á bls. 18, var rangt farið með nafn
í myndartexta. Þar var vísað í fjallið Veiðileysukamb en í daglegu tali heimamanna gengur
fjallið undir nafninu Kambur. Leiðréttist þetta hér með.
Breyting á heimilisföngum
Áskrifendur Strandapóstsins eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna
breytt heimilisfang á netfangið strandaposturinn@gmail.com