Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 78
77
að bara tvær holur voru undir steininum. Axel bað okkur að passa vel upp
á aðra holuna á meðan hann setti steina fyrir hina.
Friggi hljóp fram og aftur og reyndi að grafa sér leið inn undir steininn,
svo minkurinn hlaut að vera undir steininum. Þegar Axel var búinn að
hlaða fyrir holuna kom hann yfir til okkar og lagðist við hliðina á okkur
á magann og við rýndum inn í myrkrið, Axel spurði hvort við sæjum eitt-
hvað. Holan var um 2 metrar á breidd og 15 til 20 cm há og hallaði upp
eftir.
Allt í einu sáum við, ég og Hössi, glitta í eitthvað langt inn undir stein-
inum. Þarna, þarna, þarna er hann, sögðum við í einum kór. Axel slapp
ekki svo langt undir steininn, svo hann sá ekki það sem við sáum. Axel bað
okkur um að miða byssunni fyrir sig á augun í minknum, svo hann gæti
komið skotið á hann. Við beindum byssunni á glitrandi augun í myrkrinu
og hlupum frá. Skotið buldraði undir steininum, mold og grjót spýttist í
allar áttir og svo varð allt kyrrt.
Þegar moldrokið lagði sig fórum við aftur inn undir steininn, með spýtu
í hendinni og krökuðum inn í holuna. Endinn á spýtunni kom við eitthvað
mjúkt, kannski var það minkurinn. Axel tók öngul úr vasanum og batt
hann kirfilega á spýtuendann og svo var bara að krækja í kvikindið og hala
hann út. Minkurinn var steindauður, hausinn sundurskotinn.
Þegar við gengum heim eftir bökkunum, með Axel og Frigga, vorum
við heldur hróðugir. Fannst við vera sannir veiðimenn.
Ég á margar góðar minningar um Axel, Axel var okkur Höskuldi sér-
staklega góður. Var einstaklega þolinmóður og umhyggjusamur við okkur
bræðurna, kenndi okkur margt um náttúruna og veiðar. Oft varð okkur
Höskuldi á orði, þá við fórum á skytterí og vorum efins um hvernig best
væri að bera sig að: „Hvað hefði Axel gert núna?“