Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 44

Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 44
43 Víkur þá sögunni aftur til þeirra feðga Guðjóns og Sævars. Móðir mín varð sífellt órólegri og aftur bað hún mig að hlaupa út á mel til að athuga hvernig gengi hjá þeim. Ég sá fljótt að þeir voru að berja á móti veðrinu um það bil beint framan við Göngustaðaboðann. Ég staldraði aðeins við og fylgdist með og aldrei hef ég séð neitt þvíumlíkt. Öldurnar vöru háar og krappar og fóru hratt. Skipti eftir skipti sá ég bátinn þurrka sig gjörsam- lega eftir hæstu öldutoppana og síðan skella í næstu báru. Fyrir mig, tíu ára gutta, var skelfilegt að horfa á þetta en ekki sagði ég mömmu frá þessu þegar heim kom, en sagði henni hvar þeir væru og miðaði hægt. Þegar ég var um það bil að leggja af stað í þriðja skiptið fór að sjást vel til báts þeirra feðga frá bænum. Virtist þeim miða mun betur og var sjólag skárra vegna skjóls af Grímseynni þó það versnaði aftur þegar inn í sundið var komið. Móðir mín og ég fylgdumst með úr stofuglugganum og þegar þeir voru komnir nógu innarlega til að snúa undan veðrinu tók ég sprettinn niður að lendingu. Þá var Halldór bróðir pabba kominn á Fergu- son dráttarvélinni sinni og búinn að bakka niður í lendinguna langleiðina niður undir flæðarmálið og binda sterkan kaðal aftan í dráttarvélina. Á hinum enda kaðalsins var krókur sem ég átti að húkka í hvelli í stefnis- lykkjuna á bátnum. Þegar báturinn renndi upp í sandinn gerði ég það sem ég átti að gera og um leið botngaf Halldór vélinni og rykkti bátnum upp úr sjónum þar til vélin spólaði sig niður og komst ekki lengra. Þetta dugði til að bjarga bátnum frá öldunum sem annars hefðu getað skellt honum utan í grjótgarðinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Framganga þeirra Bjarna og Halldórs er lýsandi dæmi um samhug og hjálpsemi sem var ríkjandi á þessum tíma á Bæjarbæjunum. Víkur þá sögunni að Magnúsi Arngrímssyni frá Reykjarvík (þá búsettur á Drangsnesi) sem var á þriðja bátnum sem strögglaði í þessu fárviðri. Magnús hafði enga vél í sinni skektu og fór allra sinna ferða róandi. Hann var alltaf með nokkur net fram af Bæjarlandinu og var beint fram af Bakkagerði þegar fór að hvessa. Eitthvað náði hann að komast inn með landinu áður en veðrið var orðið snarvitlaust en svo komst hann ekkert áfram og réri allan tímann sem tók feðgana að komast í land á sama stað. Magnús var ekki hár í lofti en alveg ólseigur og höfðum við Halldór það á orði, hvernig í ósköpunum hann næði að halda upp í. En þegar þeir pabbi og Sævar höfðu lent heilu og höldnu sneri hann undan og renndi upp í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.