Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 122
121
10. mars. Fyrst útsynningur, svo sólskin og blíðviðri. Miðgóa. Nú
lifum við bæði upp á vatnsgrauta og þurrar kökur. […]
14. mars. Hátt norðan með hörku og kafaldi. Við lifum nú á vatni og
méli, síðan fyrir miðgóu. Enginn vill hjálpa okkur um björg í kofann.
[…]
22. mars. Við landsynning, hægur og frostlint. Við fórum úr kofanum
að Heydalsá. Vorum þar um nóttina og þótti þungt að skilja hvurt við
annað og kofann.
23. mars. Norðan kaldari. Ég skildi við konu mína og að Kollafjarðar-
nesi.
Einum og hálfum mánuði seinna, þann 8. maí, mæta þau aftur í kofann,
bæði sama daginn, og halda sambúðinni áfram. Eftir fimm erfið ár í
Naustavík lést Ingigerður kona Jóns og þá flosnaði hann upp, sjötugur
að aldri, og er fyrst á hálfgerðu flakki milli bæja. Nokkru síðar segir Jón
að hann verði í Heiðarbæ hjá Þórunni dóttur sinni og Birni tengdasyni til
vors, en er samt áfram talsvert á ferðinni. Jón fer síðan alfarinn að heiðar-
býlinu Fitjum í febrúar 1866. Fitjar eru ofan við Ós, innarlega í Stein-
grímsfirði, og þar var Þórey dóttir Jóns bústýra hjá húsbóndanum Árna
(sem hún giftist seinna).
Jón er ánægður í upphafi dvalarinnar á Fitjum, en þarna taka við erfið-
ustu tímar sem hann hefur upplifað. Það er örugglega sjaldgæft að finna
dagbókarfærslur sem eru skrifaðar á heimili þar sem ekki er til nægur
Úr kirkjubók Tröllatungukirkju 1841, sóknarmannatali sem hægt er að skoða
á vefnum heimildir.is. Þarna fær Jón bóndi þá umsögn að hann sé gáfaður og
hegðunin sé skikkanleg. Um Ingigerði segir að hún kunni allvel og sé væn kona. Um
Þóreyju er sagt að hún sé gáfuð og kunni fræðin, Jón er sagður næmur og kunni vel
það sem hann sé búinn að fara yfir. Guðríður sem er tíu ára er einnig sögð kunna
fræði. Um yngri börnin er sagt að þau séu næm, en að bágt heimilisástand, en ekki
hirðuleysi, sé orsökin fyrir því að þau séu ekki byrjuð á lærdómnum.