Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 22
21
lækna, sjúkraflutningabíl, slökkvilið, björgunarsveit, sorpsamlag, verktaka
sem bjóða jarðvegsvinnu og almenna þjónustu því tengdri. Hér er gott
skólaumhverfi, góð íþrótta- og sundaðstaða og öflugt félagslíf. Þá fer sérlega
vel um eldri borgara í Strandabyggð. Hér er útgerð, fullkomin rækjuverk-
smiðja, landbúnaður og vaxandi matvælaframleiðsla innan hans, bifreiða-
verkstæði og trésmíðaverkstæði. Hér er gott tjaldsvæði, hótel og gistihús,
veitingastaðir, söfn, kaffihús, leikfélag, kórar, lista- og menningarfélaög,
hand verkshús að ótöldum fjölda einstaklinga sem búa yfir margvíslegri
þekk ingu, reynslu og vilja til enn frekari uppbyggingar samfélagsins. Hér
er vilji til að gera vel og gera ávallt meira. Strandabyggð á alla möguleika
á að eflast enn frekar sem íbúðar- og þjónustukjarni Stranda og nágrennis.
En þetta kostar. Allt það sem öllum þykir svo sjálfsagt í sínu daglega
lífi kostar. Samfélagsmyndin kostar. Þjónustustigið kostar. Það kostar að
vera til.
Sveitarfélög eru fjármögnuð með ólíkum hætti, þó að flest þeirra byggi
á skatttekjum (útsvari og fasteignasköttum einstaklinga) og framlögum
Jöfnunarsjóðs. Að auki búa mörg sveitarfélög við þá stöðu að fá tekjur
frá sterkum atvinnugreinum, eins og t.d. fiskeldi eða ferðaþjónustu. Slíkar
atvinnugreinar skapa margvíslegar tekjur fyrir sveitarfélög.
Strandabyggð er í þeirri stöðu, að í raun eru aðeins tveir megin tekju-
stofnar sem sveitarfélagið byggir á; skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs.
Afferming á salti á Hólmavík. Ljósmynd Þorgeir Pálsson