Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 167
166
Kannski fækkaði börnunum og kennurum fjölgaði. Reyndar var fljótlega
farið að kenna öllum börnunum samtímis, nema ef til vill þurftu yngstu
börnin ekki að mæta eins oft og þau eldri.
Fjótlega voru ráðnir fleiri kennarar og vil ég nefna Guðnýju Þorsteins-
dóttur, Auði Stefánsdóttur, Birnu Hugrúnu Bjarnardóttur og Þóru Ágústs-
dóttur. Einnig voru ráðnar aðrar konur í eldhúsið því Anna ráðskona hætti
þegar skólinn flutti í nýtt húsnæði. Í hennar stað störfuðu þar Sigríður
Ingólfs dóttir, Hanna Hannesdóttir og fleiri. Þá kom líka fólk úr sveitinni
sem sá um að þrífa gólfin og gera sitthvað fleira, sem ég man ekki upp
að telja.
Skólaferðalög
Skólaferðir voru farnar á sumrin og var þá ferðast fyrir peninga sem safn-
ast höfðu á skemmtun sem börnin úr eldri deild skólans héldu milli jóla og
nýárs í skólanum og selt var inn á.
Mikið var um að vera til þess að skemmtunin gæti farið fram, byggja
þurfti leiksvið, æfa ýmsa smá leikþætti, söng og fleira. Leitað var aðstoðar
ýmissa góðra manna í því sambandi og þar skulu nefndir Pálmi í Laugar-
holti, hjónin Jón Kvaran og Þorbjörg í Brú og Melabræður Jónas og Jón,
Helga Ingvarsdóttir á Borðeyri og ýmsir fleiri. Þetta fólk aðstoðaði við að
byggja upp leiksviðið og margt fleira.
Leiksviðið var þannig útbúið að gömlum skólaborðum var raðað saman
í söngstofunni hlið við hlið og settur ofan á þau krossviður. Þá var leik-
sviðið tilbúið og bara eftir að ganga frá leiktjöldum. Á þessu sviði var leikið
á meðan skemmtunin var haldin í gamla skólanum. Í kennslustofuna voru
svo settir stólar handa gestunum sem komu á skemmtunina. Margir urðu
þó að standa og heyrði ég engan kvarta yfir því. Sviðið stóð svo uppi allan
desember. Kennt var áfram í skólastofunni sem ekkert væri og voru venju-
legu skólaborðin og stólarnir notaðir.
Já, þannig gekk þetta fyrir sig alla tíð, þar til flutt var í nýja skólahúsið
1975 og farið að kenna þar snemma vetrar. Nýja húsið er bæði rúmgott og
bjart og með föstu leiksviði og því ekki lengur þörf fyrir gömlu skólaborðin
og var þeim fargað. Áfram voru þó haldnar skemmtanir um jólin og áfram
safnað peningum í ferðasjóð og farið í tveggja daga ferðalag á þriggja ára
fresti. Svona var þetta að minnsta kosti til 1980.