Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 167

Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 167
166 Kannski fækkaði börnunum og kennurum fjölgaði. Reyndar var fljótlega farið að kenna öllum börnunum samtímis, nema ef til vill þurftu yngstu börnin ekki að mæta eins oft og þau eldri. Fjótlega voru ráðnir fleiri kennarar og vil ég nefna Guðnýju Þorsteins- dóttur, Auði Stefánsdóttur, Birnu Hugrúnu Bjarnardóttur og Þóru Ágústs- dóttur. Einnig voru ráðnar aðrar konur í eldhúsið því Anna ráðskona hætti þegar skólinn flutti í nýtt húsnæði. Í hennar stað störfuðu þar Sigríður Ingólfs dóttir, Hanna Hannesdóttir og fleiri. Þá kom líka fólk úr sveitinni sem sá um að þrífa gólfin og gera sitthvað fleira, sem ég man ekki upp að telja. Skólaferðalög Skólaferðir voru farnar á sumrin og var þá ferðast fyrir peninga sem safn- ast höfðu á skemmtun sem börnin úr eldri deild skólans héldu milli jóla og nýárs í skólanum og selt var inn á. Mikið var um að vera til þess að skemmtunin gæti farið fram, byggja þurfti leiksvið, æfa ýmsa smá leikþætti, söng og fleira. Leitað var aðstoðar ýmissa góðra manna í því sambandi og þar skulu nefndir Pálmi í Laugar- holti, hjónin Jón Kvaran og Þorbjörg í Brú og Melabræður Jónas og Jón, Helga Ingvarsdóttir á Borðeyri og ýmsir fleiri. Þetta fólk aðstoðaði við að byggja upp leiksviðið og margt fleira. Leiksviðið var þannig útbúið að gömlum skólaborðum var raðað saman í söngstofunni hlið við hlið og settur ofan á þau krossviður. Þá var leik- sviðið tilbúið og bara eftir að ganga frá leiktjöldum. Á þessu sviði var leikið á meðan skemmtunin var haldin í gamla skólanum. Í kennslustofuna voru svo settir stólar handa gestunum sem komu á skemmtunina. Margir urðu þó að standa og heyrði ég engan kvarta yfir því. Sviðið stóð svo uppi allan desember. Kennt var áfram í skólastofunni sem ekkert væri og voru venju- legu skólaborðin og stólarnir notaðir. Já, þannig gekk þetta fyrir sig alla tíð, þar til flutt var í nýja skólahúsið 1975 og farið að kenna þar snemma vetrar. Nýja húsið er bæði rúmgott og bjart og með föstu leiksviði og því ekki lengur þörf fyrir gömlu skólaborðin og var þeim fargað. Áfram voru þó haldnar skemmtanir um jólin og áfram safnað peningum í ferðasjóð og farið í tveggja daga ferðalag á þriggja ára fresti. Svona var þetta að minnsta kosti til 1980.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.