Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 76
75
ég og Hössi bróðir vorum að sniglast í kringum Axel sem sat úti og var
að hreinsa haglabyssuna. Axel skoðaði byssuna gaumgæfilega, smurði og
pússaði vandlega. Svo var það hlaupið, það átti að vera hreint og skínandi,
sagði Axel, og dró klút, sem bundinn var í spotta, rólega í gegnum hlaupið.
Annars var hætta á að hlaupið skemmdist þegar skotið var. Við fengum að
kíkja í hlaupið, jú mikið rétt, það var skínandi hreint.
Ef ég man rétt vorum við að springa úr spenningi yfir að sjá hann
hlaða og hleypa af. Kannski hefur Axel séð hve spenntir við vorum, spurði
hvort við vildum koma með honum og reyna hólkinn. Axel tók tvær fullar
hendur af patrónum og settti eina í hvern vasa á úlpunni. Svo var haldið af
stað, út með fjöru. Hundurinn hans Axels, Freyr, kallaður Friggi, var með
í för. Við gengum eftir fjörubakkanum, stoppuðum stundum og skimuðum
út á sjóinn og niður í fjöruna. Komið var undir hádegi, blikalogn var og
heiður himinn. Kyrrðin og friðsældin var allsráðandi, utan úið frá æða-
fuglinum, sem leitaði eftir æti í fjöruborðinu, og ungana sem syntu ákafir
kringum æðurnar.
Þá við vorum komnir út undir Hleinabúðir, framhjá Fiskikletti, hljóp
Friggi niður í grjóturðina og fór að snuðra. Axel stoppaði og fylgdist grannt
með og sagði lágmæltur, „strákar mínir, hér er sennilega minkur, sjáið þið
hvernig Friggi snuðrar aftur og fram.“ Friggi rann milli steinanna og þefaði
Teikning Bessi Bjarnason