Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 73
72
Minningabrot
frá Gjögri
Bessi Bjarnason
frá Gjögri
Að vera stráksnáði í lítilli byggð úti á landi á sjöunda og áttunda áratug
síðustu aldar var sérstakt. Ef ég ætti að velja nokkur lýsingarorð til að
koma nærri því sem var svo sérstakt, hefði ég valið orðin frelsi, spenningur,
undrun og gleði.
Ég var svo heppinn að vera stráksnáði á Gjögri á sjöunda og áttunda
áratugnum. Heppinn því ég var ákaflega orkumikill sem barn, var lífsins
ómögulegt að sitja kjurr, nema þá eitthvað vakti áhuga minn. Að sitja kjurr
undir messu í fínum fötum og hlusta á predikun var mér þrekraun. Fiski-
flugur voru þá sem himnasending, að fylgjast með þeim surra aftur og
fram og reyna að giska á hvar þær settust næst fékk tímann til að líða
eilítið hraðar.
Að sniglast í kringum þá fullorðnu, og vera kannski beðinn um að hjálpa
til, var spennandi og veitti mikla gleði. Okkur fannst við vera mikil hjálp,
en kannski hefur það nú ekki alltaf verið svo fyrir þá fullorðnu.
Það sem við pollarnir hjálpuðum mest til við var m.a. að greiða grá-
sleppunet, salta grásleppu og rauðmaga, hengja upp fisk, steina niður
grásleppunet í bát, handsama lömb til markingar, fara sendiferðir og svo
mætti lengi áfram telja.
Sumt var kannski ekki svo spennandi, s.s að rogast með skítafötuna
niður í fjöru, moka skítinn undan hænunum, greiða grásleppunet eða að
fara eftir mjólk inn á Kjörvog eða yfir í Stóru Ávík. Að sleppa undan var
ómögulegt, svo við lærðum fljótt að best var að gera það sem við vorum
beðin um sem fljótast, svo var friður til að gera það sem okkur langaði að
gera.