Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 169
168
okkur og veittu okkur aðstoð
á ýmsan hátt og gerðu þannig
ferðalögin skemmtileg og von-
andi eftirminnileg.
Þriðja ferðin var farin sum-
arið 1968. Þá lá leið okkar
suður í Borgarfjörð og vestur
á Snæfellsnes með rútu frá
Sæmundi og Valdemar og var
Valdemar bílstjóri í þeirri ferð.
Mér hafði verið bent á stað
í Staðarsveitinni, Hofgarða, og sagt að þar gistu oft skólahópar í gömlu
samkomuhúsi og var því þá slegið föstu að þar skyldi gist. Það var margt
að sjá á leið okkar um Snæfellsnesið, svo sem ölkeldur sem voru með
freyðandi kolsúru vatni, sem líktist öli ef staðið var yfir ölkeldunni, en
breyttist fljótt í venjulegt kolsúrt vatn ef farið var í burtu. Við sáum margt
á Snæfellsnesinu, bæði eldgíga, hraun, búsældarlegar sveitir og sögufræg
fjöll, sæbarðar strendur og mergð eyja á Breiðafirði að ógleymdum Snæ-
fellsjökli sem sést víðs vegar að, svo sem úr Reykjavík. Síðan var farið í
Hofgarða, matur eldaður og borðaður og síðan farið að sofa. Svo kom nýr
dagur og þá var lagt af stað. Nú skyldi Kerlingarskarðið farið og komið við
í Stykkishólmi og víðar á norðanverðu nesinu. Meðal annars var komið
við í Helgafellssveitinni og átti að ganga á Helgafellið og þá alveg eftir
kúnstarinnar reglum. Helgafell er gamall sögufrægur kirkjustaður og segir
í Laxdælu að þar sé hin sögufræga kona Guðrún Ósvífursdóttir grafin en
þar er stórt leiði, sem sagan segir að sé leiðið hennar. Hvort sem það er satt
eða ekki hafa margir reynt að ganga á fellið þegjandi og í einni röð, eftir að
hafa fyrst gengið þrisvar sinnum rangsælis kringum leiðið og ekki hugsað
neitt ljótt. Ef þetta tekst þá mega þeir eða þær bera fram eina ósk sem sagt
er að rætist. Mörg börnin báru fram einhverja ósk, en ég hef ekki heyrt
hvort nokkur þeirra hafi ræst. Kannski hafa sum ekki fylgt þeim reglum
sem um er talað hér á undan, en margt er sér til gamans gert. Heimferðin
tókst vel og vonandi hafa allir haft eitthvert gaman af ferðalaginu.
Fjórða ferðin var farin sumarið 1971. Nú skyldi Suðurlandið heimsótt
öðru sinni. Ekið var suður Holtavörðuheiði, niður Norðurárdalinn, fram hjá
Nemendur og starfsfólk skólans á ferðalagi.