Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 58
57
og titla sig eigendur skipsins. Engar skýringar eru tiltækar um ástæðu þess
að Magnús dró sig út úr samstarfi þeirra félaganna.
En „margs þurfti búið við“. Magnús Einarsson var staddur á Stað í
Steingrímsfirði þann 8. janúar 1833. Þar skrifaði hann sýslumanninum
í Strandasýslu bréf og sendi honum óskrifaða bók sem hann bað sýslu-
manninn að löggilda sem dagbók fyrir „jaktina auðnist okkur að koma
henni á sjóinn“. Svar fékk hann fljótlega og bókina með.
Haldið til hafs
Nú var allt klárt og tími til kominn að sigla og reyna hið fagra fley. Skip-
stjóri var ráðinn á skipið, sá hét Sigurður Andrésson. Um hann er lítið
vitað, annað en að maður með sama nafni er skráður til heimilis á Flateyri
við Önundarfjörð árið 1829, 34 ára gamall og fæddur á Mosvöllum í
sömu sókn árið 1795, og er þar titlaður skipherra.10 Þessi maður hefir því
verið menntaður skipstjórnarmaður því skipherratitilinn fengu ekki aðrir
en þeir sem menntaðir voru í skipstjórnarfaginu. Er því slegið föstu hér, að
um sama manninn sé að ræða.
Aðrir í fyrstu áhöfninni voru skipasmiðurinn Magnús Einarsson besti-
maður [stýrimaður], og Hallgrímur Jónsson kokkur. Ótrúlegt er að ekki
hafi verið fleiri í áhöfninni. Um það verður ekkert fullyrt, en hafi það verið,
þá hafa það verið algjörir huldumenn og hvergi nefndir á nafn. Útdráttur
úr dagbók Siguróskar er birtur aftan við meginmál þessarar greinar.
Mælibréfið
Þann 6. september 1834 gaf sýslumaður Ísafjarðarsýslu út mælibréf fyrir
jaktskipið Sigurósk, svohljóðandi:
– MÆLIBRÉF–
Árni Thorsteinsson
konunglegur sýslumaður, hans hátignar, í Ísafjarðarsýslu gjöri
vitanlegt: Að árið 1834 þann 6. september var samkvæmt ósk frá
eigendum jaktskipsins Siguróskar, bændunum Grími Alexíussyni og
Magnúsi Einarssyni, ásamt tveimur tilteknum kunnugum mönnum;
þeim G. Iversen og H. C. Poulsen, í samræmi við fyrirmæli um skipa-
10 Sóknarmannatal Holtssóknar 1829.