Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 153
152
Þetta reyndi örugglega mikið á Ragnar, enda vildi hann aldrei ræða þessi
veikindi mikið. Hann fékk aldrei fulla starfsorku eftir þetta, því að jafn-
vægistaugin skaddaðist í uppskurðinum og eftir þetta gekk hann við staf.
Þegar hann var orðinn nógu hress fór hann aftur að vinna við afgreiðslu í
matarbúðinni á Hólmavík.
Tvö börn bættust svo við barnahópinn, Ragnar Ölver árið 1959 og
Sigurbjörn 1960. Árið 1963 kaupir Ragnar nýja Moskvits bifreið sem
kom til Hólmavíkur í stórum trékassa. Ekki var verið að kasta góðu timbri
og lét hann smíða bílskúr við endann á húsinu úr timbrinu. Þessi bifreið
fékk númerið T-152 og var gaman að fylgjast með hvað dekrað var við
bifreiðina, m.a. vélin þrifin reglulega. Eitt atvik er Báru dóttur minni sér-
staklega minnisstætt þegar hún fór með afa sínum til Reykjavíkur. Það var
árið 1968, hún var að fara á sundnámskeið. Dekkin undir bifreiðinni voru
ekki nógu góð og sprakk átta sinnum á leiðinni suður. Þegar verið var að
gera við í síðasta skiptið og búið að líma slönguna sagði afi: ,,Ekki að deyja
ráðalaus,“ tók af sér skóhlífina og setti hana sem kappa í dekkið og suður
komust þau. Nokkru seinna keypti Ragnar litla rútu sem hann notaði m.a.
í póstferðir og einnig til að keyra með börn á sundnámskeið í Bjarnarfjörð.
Nokkrum sinnum var farið í heimsóknir til vina og kunningja, einnig í
skemmtiferðir með fólk í bæði Bjarkarlund og í Kaldalón.
Í mörg ár var Ragnar með kindur, kú og hænsni. Ragnar og Þuríður
tóku sér margt fyrir hendur um ævina, þau unnu í frystihúsinu, skúruðu
kaupfélagið í mörg ár og þá sá Ragnar um að brýna hnífa í frystihúsinu.
Ragnar var mikil félagsvera og fólk sóttist eftir að vera í samskiptum við
Börn Ragnars og Þuríðar. Frá vinstri Jónas, Vigdís, Unnar, Baldur, Sigurbjörn,
Guðmunda, Aðalheiður, Ragnar Ölver og Valdís.