Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 107
106
KONA R ÁÐIN K AUPFÉ L AGSSTJÓR I
Það hefur gerzt i fyrsta skipti hérlendis, að kona hefur verið ráðin
kaupfélagsstjóri. Það er Sigrún Magnúsdóttir, sem verður kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Bitrufjarðar á Óspakseyri. Sigrún sagði í
viðtali við blaðið i gær, að hún væri búin að starfa i 7-8 ár hjá
kaupfélaginu á Óspakseyri, og sá hún um bókhaldið, ásamt föður
sinum, Magnúsi Kristjánssyni á Þambárvöllum. Einar Magnús-
son, sem verið hefur kaupfélagsstjóri á Óspakseyri hætti störfum
nú nýlega og tók Sigrún við 1. júli s.l. Sigrún sagði að hún hefði
lítið hugsað útí það, að hún væri fyrsti kvenkaupfélagsstjórinn á
landinu, en kvað ekki veita af, að kvenfólkið fengi sín tækifæri. Um
30 starfsmenn25 eru í Kaupfélagi Bitrufjarðar, sem rekur verzlun
og sláturhús á Óspakseyri.26
Það fór þó aldrei svo að litla kaupfélagið á Óspakseyrartanga bryti ekki
blað í jafnréttisbaráttu þjóðarinnar.
Sigrún reyndist dugandi kaupfélagsstjóri og það var ekki við hana að
sakast, þótt það kæmi í hennar hlut, það erfiða og vanþakkláta verkefni, að
ljúka starfsemi Kaupfélags Bitrufjarðar á Óspakseyri 2004.
***
Sigrún Magnúsdóttir kaupfélagsstjóri segir frá: Mín fyrsta minning
varðandi KBÓ var þegar pabbi27 var að reikna út kladdana eða skrifa í
stóru svörtu dagbókina. Þá sat ég hugfangin hinum megin við borðið og
dreymdi um að fá að gera þetta einhvern tíma. Ég man þegar pabbi fékk
fyrstu reiknivélina, en áður var allt reiknað í huganum. Á þessari vél voru
90 stafir og það var hægt að fara upp í 99 milljónir og líka var hægt að
draga frá. En sveifin til að snúa henni var þung. Eftir að ég tók við bók-
haldinu fengum við litla margföldunarvél sem létti mikið allan útreikning
sérstaklega á haustinnlegginu. Seinna komu svo rafmagnsreiknivélar.
Fyrsta tölvan kom 1989, gömul „þrjátíu og sexa“ eins og hún var kölluð.
Þá var fyrst hægt að vinna allt bókhaldið heima. Í nokkur ár áður en tölvan
25 Hér er átt við félagsmenn.
26 Tíminn, júlí 1975, 161. Tölublað bls. 1.
27 Magnús Kristjánsson.