Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 54
53
smiðir verið næstum á hverjum bæ. Hér var hins vegar gengið skrefinu
lengra en verið hafði, þótt efalaust hafi ýmislegt verið af vanefnum gert.
Af því að Ófeigsfjörður er hér í brennidepli er skylt að nefna að í Ófeigs-
firði hafa örugglega verið smíðaðir margir bátar og skip gegnum aldirnar,
en frægast þeirra er náttúrlega hákarlaskipið Ófeigur, sem Jón Jónsson
(1819–1883) „smiður“ smíðaði þar fyrir Guðmund Pjetursson (1853–
1934) bónda árið 1875.
Eftir að hafa kannað heimildir um smíði þilskipa Íslendinga á nítjándu
öld 6 verður ekki annað séð en að í Ófeigsfirði á Ströndum hafi verið
smíðað eitt af fyrstu þilskipum Íslendinga á Norðurlandi og Vestfjörðum.
Jaktirnar
Jaktir voru mjög algengar við Vest-
firði á fyrri hluta 19. aldar og fram
yfir öldina miðja. Af skipstegund
þessari var dregið nafnið jaktmenn
og notað um alla þá er fiskveiðar
stunduðu á seglskipum, hverrar teg-
undar sem skipin voru. Oftast voru
jaktirnar litlar, 15–30 rúmlestir, en
sjaldan þar yfir. Einkenni skrokksins
voru þau að hann var fremur stuttur miðað við breidd og dýpt. Skuturinn
var breiður og bosmamikill. Voru jaktirnar heldur ljótar og kubbslegar.
Þær höfðu reist „spryð“d” (bugspjót) og voru aldrei nema einsigldar. Seglin
voru dálítið mismunandi. Oftast voru framseglin þrjú, stagfokka framan við
siglu og tvö segl á „sprydi“, stagsegl nær stefni og klýfir fremst. Aftan við
siglu voru ýmist eitt segl eða tvö, ævinlega stórsegl, en auk þess toppsegl
á sumum jöktum. Jaktir voru rúmgóðar og lestuðu vel. Þær þóttu ágæt
skip en sigldu ekki nema í meðallagi. Það var eitt einkenni þessara skipa,
að skipsbáturinn var mjög oft látinn hanga í uglum aftur af skut, en ekki
hafður á þilfari, eins og algengast var. Jaktir voru aðallega dönsk skipagerð,
enda munu flestar gömlu jaktirnar á Vestfjörðum hafa verið keyptar frá
Danmörku. Notuðu Danir þessi skip allmikið á fyrri hluta 19. aldar.7
6 Gils Guðmundsson. Skútuöldin o.fl.
7 Gils Guðmundsson. Skútuöldin 4. bindi bls. 9.
Jakt. (Gils Guðmundsson. Skútuöldin, 4. bindi)