Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 94
93
var ekki kominn lengra en til Guðlaugsvíkur og
því illmögulegt að koma frá sér afurðum. Þannig
að fyrstu þrjú árin var slátrað í fjárhúsi í Guð-
laugsvík, kjötið flutt suður, en gærurnar fluttar
til Óspakseyrar þar sem þær voru saltaðar22.
Árið 1945 var loks lagður bílvegur að Óspaks-
eyri og eftir það fór öll slátrun fram þar næstu
áratugina og kjötið flutt suður til Reykjavíkur
og Búðardals með bílum. Aðflutningur á þunga-
vörum var áfram með strandferðaskipunum
fram yfir 1960 þegar fór að draga úr þeim,
enda flutningar með bílum að verða auðveldari og skilvirkari með hverju
árinu sem leið.
Vegur yfir Ennisháls í Kollafjörð var lagður 1949 og þar með komst
fljótlega á vegasamband alla leið til Hólmavíkur.
***
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir aðdraganda og stofnun Kaup-
félags Bitrufjarðar. Á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir miðja öldina reis
samvinnhugsjónin hvað hæst, hún blés mönnum í brjóst hugmyndafræði
samstöðu og samvinnu í verslun og viðskiptum, fullkomin andstæða við
kaupmannsverslunina, sem hafði það meginmarkmið að efla hag eiganda
síns án þess að huga að félagslegri þýðingu verslunarinnar fyrir nærsam-
félagið. Menn álitu, að kaupfélögin gætu í krafti samvinnunnar, boðið betri
kjör, fjölbreyttara vöruúrval og þjónað sérstöðu hvers samfélags betur en
kaupmannsverslunin.
Samfélagið í Óspakseyrarhreppi og nágrenni var fámennt og frekar
22 Í dagbók Kristjáns Helgasonar á Þambárvöllum október 1918, kemur fram að slátrað hafi
verið á Eyri, Óspakseyri það ár, en einmitt eftir aldamótin og fram á fjórða tug aldarinnar
var slátrun miklu víðar en seinna tíðkaðist. Kjötið var þá saltað niður í tunnur og flutt út til
Bretlands og fleiri landa. Þessi saltkjötsútflutningur var mikil búbót fyrir bændur, sem komu
sér upp sláturaðstöðu þar sem hentaði best eins og t.d. á Eyri vegna þess að þangað komu
strandferðaskipin og gátu tekið framleiðsluna. Enn stendur eftir dálítill hluti af sláturhúsinu á
Stóra-Fjarðarhorni, en þar var slátrað um árabil og saltað til útflutnings, svo var og á mörgum
stöðum á landinu. Það er utan við verkefni þessarar ritgerðar að fjalla um saltkjötsverkun
bænda til útflutnings, en það væri verðugt verkefni eitt útaf fyrir sig. En þegar hér var komið
sögu 1942 var saltkjötssalan aflögð og kjötið flutt í frystigeymslur þar sem þær var að hafa og
unnið frekar fyrir vaxandi innanlandsmarkað.
Þorkell Guðmundsson
frá Óspakseyri.