Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 94

Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 94
93 var ekki kominn lengra en til Guðlaugsvíkur og því illmögulegt að koma frá sér afurðum. Þannig að fyrstu þrjú árin var slátrað í fjárhúsi í Guð- laugsvík, kjötið flutt suður, en gærurnar fluttar til Óspakseyrar þar sem þær voru saltaðar22. Árið 1945 var loks lagður bílvegur að Óspaks- eyri og eftir það fór öll slátrun fram þar næstu áratugina og kjötið flutt suður til Reykjavíkur og Búðardals með bílum. Aðflutningur á þunga- vörum var áfram með strandferðaskipunum fram yfir 1960 þegar fór að draga úr þeim, enda flutningar með bílum að verða auðveldari og skilvirkari með hverju árinu sem leið. Vegur yfir Ennisháls í Kollafjörð var lagður 1949 og þar með komst fljótlega á vegasamband alla leið til Hólmavíkur. *** Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir aðdraganda og stofnun Kaup- félags Bitrufjarðar. Á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir miðja öldina reis samvinnhugsjónin hvað hæst, hún blés mönnum í brjóst hugmyndafræði samstöðu og samvinnu í verslun og viðskiptum, fullkomin andstæða við kaupmannsverslunina, sem hafði það meginmarkmið að efla hag eiganda síns án þess að huga að félagslegri þýðingu verslunarinnar fyrir nærsam- félagið. Menn álitu, að kaupfélögin gætu í krafti samvinnunnar, boðið betri kjör, fjölbreyttara vöruúrval og þjónað sérstöðu hvers samfélags betur en kaupmannsverslunin. Samfélagið í Óspakseyrarhreppi og nágrenni var fámennt og frekar 22 Í dagbók Kristjáns Helgasonar á Þambárvöllum október 1918, kemur fram að slátrað hafi verið á Eyri, Óspakseyri það ár, en einmitt eftir aldamótin og fram á fjórða tug aldarinnar var slátrun miklu víðar en seinna tíðkaðist. Kjötið var þá saltað niður í tunnur og flutt út til Bretlands og fleiri landa. Þessi saltkjötsútflutningur var mikil búbót fyrir bændur, sem komu sér upp sláturaðstöðu þar sem hentaði best eins og t.d. á Eyri vegna þess að þangað komu strandferðaskipin og gátu tekið framleiðsluna. Enn stendur eftir dálítill hluti af sláturhúsinu á Stóra-Fjarðarhorni, en þar var slátrað um árabil og saltað til útflutnings, svo var og á mörgum stöðum á landinu. Það er utan við verkefni þessarar ritgerðar að fjalla um saltkjötsverkun bænda til útflutnings, en það væri verðugt verkefni eitt útaf fyrir sig. En þegar hér var komið sögu 1942 var saltkjötssalan aflögð og kjötið flutt í frystigeymslur þar sem þær var að hafa og unnið frekar fyrir vaxandi innanlandsmarkað. Þorkell Guðmundsson frá Óspakseyri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.